Fellistika eða ekki fellistika…..

Þegar ég valdi það útlit sem nú er á heimasíðunni, reyndi ég að hafa þetta eins hreint og ruglingsfrítt og mér var mögulegt. Maður getur þó ekki fengið allt.

Þegar farið er með bendilinn yfir yfirskriftir eins og : Ábúendatal, Göngulýsingar, Hús nú í Fljótavík, Landeigendur, Örnefni og svo framvegis, birtist strax svokölluð fellistika með lista yfir undirsíður.

Einhverjir hafa ekki áttað sig á, –  og það skil ég bara mjög vel,  – að þar sem fellistikur koma fram, stendur líka eitthvað á aðal síðu þess flokks. Veljið aðalsíðurnar til að sjá þetta.

Þar sem engar fellistikur koma upp, er þetta augljósara. Tímalínan, til að taka mest áberandi dæmið, er ekki með undirsíðu – og þar velur maður yfirskriftina Tímalína – og þá birtist hún öll á einni síðu.

áá 170214

EnglishUSA