Fornmenjar Vébjarnar Sygnakappa

Síðast uppfært 19.nóv. 2018

 

Í landi jarðarinnar 

Atlastaða

    í Sléttuhreppi í Ísafjarðarsýslu, eru samkvæmt lögum um verndun fornmenja, dags. 16. nóvbr. 1907 , skrásettar og friðaðar fornmenjar þessar:

    Skálatóft Vébjarnar Sygnakappa, 

 svo nefnd, á hóli í túninu.

  Þetta kunngjörist eigöndum og ábúöndum greindrar jarðar nú og eftirleiðis. Ber eiganda að varðveita friðlýsingarskjal þetta og sjá um að ábúanda sé jafnan kunnugt um friðlýsinguna.

  Reykjavík 15. apríl 1929

   Magnús Þórðarson, fornmenjavörður

.

Ofanritað er eftirrit eftir gömlu ljósriti, og er reynt að skrifa orðrétt (sbr. eigöndum og ábúöndum). Neðst á skjalinu sést að það var lesið á manntalsþingi  á Sléttu í júní 1930. Undir það virðist  vera skrifað Oddur Gíslason. Áður hefur skjalið verið skráð móttekið til þinglesturs á næsta manntalsþingi í Sléttuhreppi, og þá auðkennt sem skjal I, nr.238 á skrifstofu Ísafjarðar þann 24. júlí 1929.Ekki átta ég mig á hver skrifar undir það. 

Ekki er vitað hvar frumrit skjalsins er niður komið, en menn geta velt því fyrir sér, hvort það hafi, ásamt með fleiri skjölum eins og afsali frá 1906, glatast í bruna á íbúðarhúsi Jóseps Hermannssonar sem var á sjálfum Atlastaðahólnum og brann í hamfaraveðri um stóran hluta Íslands 14.desember 1935 

 

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA