Skjaldabreiða – Kaupsamningur/afsal

Uppfært 30.okt. 2018

Geirmundur Júlíusson bóndi að Geirmundarstöðum í Sléttuhreppi, hér eftir nefndur seljandi og Vernharður Jósefsson bóndi að Tungu í Sléttuhreppi, hér eftir nefndur kaupandi, gera með sér svofelldan

Kaupsamning.

Seljandi skuldbindur sig til að selja kaupanda nýbýlið Geirmundarstaði í Sléttuhreppi, sem er metið á kr. 4000, samkvæmt síðasta fasteignamati, með húsinu, öllum girðingum, gögnum og gæðum og þeim réttindum sem nýbýlinu fylgja og þinglesin eru á manntalsþingi Sléttuhrepps 1938 og með þeim landamerkjum sem þar greinir, þar með talið erfðafestuland það, sem Jósef Hermannsson og Finnbogi Jósefsson hafa leigt mér samkvæmt samningi útgefnum 11. október 1937.

Kaupverðið er kl. 3300,- þrjúþúsund og þrjúhundruð krónur— að frádreginni eign Nýbýlasjóðs í býlinu, og greiðist sem hér segir:

1.         Kaupandi taki að sér að greiða veðskuld nr. 233 við Nýbýlasjóð í Reykjavík, samkvæmt skuldabréfi útgefnu 21.des. 1939, tryggt með 1. veðrétti í býlinu, upphaflega að upphæð kr. 2500,- nú að eftirstöðvum kr. 2.443,84.

2.         Kaupandi greiði við móttöku nýbýlisins kr. 856,16. Samtals kr. 3300, þrjú þúsund og þrjúhundiruð krónur. Þegar kaupandi hefir að staðið full skil á  kaupverðinu á hann rétt á að fá afsal fyrir nýbýlinu.

Seljandi greiðir alla skatta og skyldur af nýbýlinu til næstu fardaga og annast framangreint lán til sama tíma enda hefir hann arð og áhættu af eigninni jafn lengi. Seljandi lofar að fá kaupanda full umráð yfir nýbýlinu á næstu fardögum, og skal býlið þá laust úr ábúð.

Mál sem rísa kann út af samningi þessum má reka fyrir gestarétti Ísafjarðar og þarf ekki að leggja það til sátta fyrir sáttamenn.

Leita skal samþykkis Nýbýlastjórnar á kaupsamningi þessum.

Til staðfestu eru nöfn kaupanda og seljanda undirskrifuð í viðurvist tveggja vitundarvotta.

Staddir að Látrum í Aðalvík, 31. mars 1945.

      Geirmundur Júlíusson                                Vernharð Jósefsson

Vitundarvottar:

B?????. Sigurðsson

Hermann Jakobsson

Ofanritað er skrifað eftir ljósriti. Skjalið er handskrifað. Það er stimplað,áritað og móttekið til upplestur á manntalsþingi í Sléttuhreppi og þá merkt sem skjal XXXVII, nr. 87 , og móttekið á skrifstofu Ísafjarðar 23.maí 1945, undirritað af Gunnlaugi Halldórssyni fyrir hönd sýslumanns.( áá )

Afsalið sem hér kemur að neðan var ritað inn á kaupsamninginn

Afsal

 Þar sem kaupandi skv. ofanrituðum kaupsamningi hefur gert full skil á tilskyldum greiðslum og staðið við öll ákvæði kaupsamningsins lýsi ég dánarbú hans réttan og löglegan eiganda ofangreindrar eignar.

 Hnífsdal 6. júlí.  1983

Geirmundur Júlíusson

 Vottar:

Jónas Gunnarsson

Sigrún Sigurðardóttir

Þetta skjal er nr. 1039183 hjá Sýslumanninum á Ísafirði. Móttekið og skráð 08.07.1983 og undirritað af S.Þ. og H. Í.( áá

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA