Heiti Umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var “Bárubær – byggingarleyfi”
14.maí 2007 undir lið 2 er málið reifað á ný þar sem svar Skipulagsstofnunar frá 27.apríl 2007 var tekið fyrir. Það var mat Skipulagsstofnunar að vinna þyrfti deiluskipulag – ekki bara fyrir Skjaldabreiðujörðina heldur alla byggð sem komin var Atlastaðamegin í Fljótavík – og að því loknu ætti að sækjast eftir meðmælum Skipulagsstofnunar á ný. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar taldi rétt að ljúkai aðalskipulagi áður en farið væri í deiluskipulag – og bent var á að aðalskipulagið væri í vinnslu. Ekki kemur fram í fundargerð Umhverfisnefndar hvert famhald málsins yrði þegar hér var komið sögu.
26.maí 2009 undir lið 10 var lagt fram bréf dagsett 13. maí 2009 , þar sem vísað er í erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar vegna byggingar á sumarhúsi Sævars Óla Hjörvarssonar og Báru Vernharðsdóttur að Geirmundarstöðum í Fljótavík. Umhverfisstofnun leggst ekki gegn byggingu sumarhússins, enda uppfylli byggingin skilmála væntanlegs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 15. maí 2007.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.