SÆVÖR – við “Stóru steina”

Uppfært 21.mars 2020

Forsíðumynd: Hjörvar Freyr Hjörvarsson

Snemma árið 2019 fékkst styrkur til að bæta lendingaraðstöðu fyrir flatbotna smábáta í Fljótavík. Myndir í þessu safni koma frá mörgum og sýna framþróun verksins.

Stór hluti myndanna er frá Facebooksíðum og hafa allir gefið heimild til afritunar og birtingar. Gallar við þá leið, eru að þá fylgja engar tímasetningar og upplausn er skert miðað við frumrit – en það er ekki endilega að koma að sök.

Eddi sendi myndir í Dropbox – og þar fylgja upplýsingar um tímasetningar. Galli, sem ég þarf að læra á og komast fyrir, er að þær myndir – og reyndar video – eru langtum stærri en þau 2Mb sem kerfið býður upp á sem hámark fyrir eina mynd.

Ég hef gefið myndu nafn með nafni eiganda og tölum. Ef ég hef upplýsingar um tíma koma þær fram í nafni myndanna, ef táknið “i” er valið í slides sýningarvél.

Sendið ábendingar um betri röðun. Svo er lítið mál að bæta myndum við svo ….. þetta er áframhaldandi ferli

Þeir eiga myndirnar eru :

  • Ási Ásmundur Guðnason
  • Eddi Edward Finnsson
  • Hjörvar Freyr Hjörvarsson
  • Jón Arnar Sigurþórsson
  • Magnús Helgason
  • Örn Ingólfsson

Hvernig á að skoða myndir

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA