Skilgreiningar geta vafist fyrir okkur . . .

Uppfært 27. júlí 2020

Hornstrandir (Þórleifur Bjarnason) : Svæðið frá Kögri í Fljótavík að Geirólfsgnúpi. Þeir sem bjuggu á þessu svæði halda í þessa hefð.

Hornstrandir : Oft er í daglegri umræðu tala um Hornstrandafriðlandið og sunnanverða Jökulfirði sem eitt svæði undir nafninu Hornstrandir. Hér er þá verið að ræða um fyrrum Sléttu- og Grunnavíkurhreppi.

Hornstrandir: Samheiti víða notað um Hornstrandafriðland sem stofnað var til 1975. Svæðið skiptist landfræðilega í fjóra hluta:

  • SUÐUR. Jökulfirðir, nokkuð djúpir firðir, opnast til suðurs og eru innfirðir úr Ísafjarðardjúpi. Víða sæbratt og láglendi lítið.
  • VESTUR. Aðalvík og að Almenningum vestari. Grunnar víkur, við opið haf í vesturátt, töluvert landmiklar. Sjávarlón og vötn áberandi. Fljótavík fellur undir þessa skilgreiningu.
  • NORÐUR. Víkurnar nefnist svæðið frá Almenningum vestari og austur að Horni. Þessar víkur snúa í norðvestur og norður út á opið haf. Víkurnar eru ekki landmiklar, því láglendinu hallar mjög til fjalla. Undantekningin er Hornvík.
  • AUSTUR. Austurstrandir, frá Horni í Furufjörð. Þetta svæði er opið að úthafinu til norðausturs. Þröngar, stuttar víkur en víða töluvert láglendi í dölum. Vötn og lón algeng.

Hornstrandasvæði : er samheiti sem notað er af Ísafjarðarbæ (umsjónaraðila svæðisins) yfir fyrrum Sléttu-, Grunnavíkur- og Snæfjallahrepp.

Samkvæmt þessu er Fljótavík ekki á Hornströndum. Hins vegar telst Geirólfsgnúpur, sem er töluvet sunan við “línu” milli Hrafnfjarðar í Jökulfjörðum og Furufjarðar, þ.e.a.s. syðri mörk friðlandsins, vera það. Mjög algent er að pentmiðlar grípi til myndar af Drangaskörðum, þegar fjallað er um eitthvað tengt þessu svæði, en Drangaskörð eru langt fyrir sunnan allar skilgreininga.

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA