Síðan uppfærð 25.júlí 2018
1904: Guðmunda Regína Sigurðardóttir fæðist að Látrum í Aðalvík.
1908: Geirmundur fæðist á Atlasöðum í Fljótavík.
1930: Halldór Geirmundsson fæddur 29.janúar.
Geirmundur hóf búskap í Aðalvík ásamt tengdaforeldrum sínum. Stundaði einnig sjóróðra
1931: Gunnar Geirmundsson fæddur 15.apríl.
Regína og Geirmundur gift 6.nóvember.
1932: Geir Sigurlíni Geirmundsson fæddur 25.maí
1934: Helgi Geirmundsson fæddur 17.nóvember
1936: Ásthildur Geirmundsdóttir fædd 19.júní
1937: Baldur Geirmundsson fæddur 15.október
1938: Geirmundur og Regína flytja að Atlastöðum í Fljótavík og byggja svo nýbýlið Skjaldabreið sem svo fékk nafnið Geirmundarstaðir. Geirmundur stundaði jafnframt sjóróðra ásamt með búskap.
1939: Karl Geirmundsson fæddur 13.mars.
1945: Í Vesturlandi sem kom út 17.mars 1945 birtir Geirmundur auglýsingu (dálkur lengst til hægri) þar sem Geirmundarstaðir eru auglýstir til sölu.
Geirmundur og Regína selja Geirmundarstaði til Vernharðs Jósefssonar og Maríu Friðriksdóttur, og flytja að Látrum í Aðalvík.
1946: Geirmundur og fjölskylda flytja til Hnífsdals. Geirmundur vinnur i Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal.
1949: Geirmundur ásamt fleirum kaupir vélbátinn Geir og gerði út í nokkur ár.
1950: Frjáls verslun segir frá stofnun félgasins “Hnífsdælingur h.f.” – sjá ofarlega til hægri. Tilgangur var útgerð og kaup á vélbátum. Þarna hefur Geirmundur átt aðkomu.
1952: Geirmundur selur bátinn og hóf aftur störf við Hraðfrystihúsið í Hnífsdal við smíðar og fiskvinnslu.
1956: Vesturland birti smá frétt um silfurbrúðkaup Geirmundar og Guðmundu Regínu (neðarlega lengst til vinstri)
1958: Geirmundur stofnar ásamt fleirum Trésmiðjuna í Hnífsdal og vann þar sem framkvæmdastjóri uns hann hætti störfum.
1961: Frétt í Morgunblaðinu – (neðst) þar sem sagt er frá því að Geirmundur og Halldór sonur hans hafi verið að gera við bryggjuna í Vatnsfirði í Djúpi.
1962: Í kosningum til hreppsnefndar í Eyrarhreppi 27.maí var Geirmundur í framboði fyrir Alþýðuflokkinn. Þarna voru reyndar fleiri úr Fljótavík – Karl Geirmundsson og Guðjón Finnbogason fyrir sama flokk og Vernharð Jósefsson á lista vinstri manna.
1966: Geirmundur er í framboði til hreppsnefndar í Eyrarhreppi
1971: Skutull segir frá því 16. sept. að Gerimundur hafi verið á framboðslista Alþýðuflokksins til bæjarstjórnar.
1974: Geirmundur var á framboðslista Alþýðuflokksins til Alþingis,
1988: DV birti afmælisgrein um Geirmund áttræðan , og það gerði Morgunblaðið einnig.
1994: 4.maí birti DV afmælisgrein um Guðmundu Regínu en hún lést svo 23.júní.
1996: Geirmundur lést 17.október á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Minningargrein í Morgunblaðinu