2017-03 : Myndir Ásmundar Guðnasonar

DSC_0918

 Það styttist til vors

Þegar vorar – eða styttist til vors, er víða um land hlustað eftir söng fugla. Þá er lóan gjarnan tekin sem dæmi. Við sem tengjumst Fljóti, hlustum vafalaust líka eftir fuglasöng – en að minnsta kosti sum okkar horfa með meiri spenningi til fyrsta yfirflugs á félfugli yfir svæðið.

Við “sjáum” dagana lengjast

Nýlega gaf ég með ótvíræðum hætti til kynna, hér í bloggi, að mér þætti líkur á því að það styttist í fyrsta yfirflugið. Þar benti ég flugmönnum á sérstakan áhuga þessarar síðu á að fylgjast með óskjaftinum í Fljótavík.

Og mikið rétt. Ásmundur Guðnason flaug á vél sinni TF-DVD, við þriðja mann yfir stóran hluta Sléttuhrepps, laugardaginn 4.mars 2017. Með í för voru faðir hans, Guðni Ásmundsson og Hálfdán Ingólfsson.

Skoðið Facebooksíðu Ásmundar Guðnasonar 

Ási tók mikinn fjölda mynda, og hefur birt einhverjar þeirra á Facebooksíðu sínni. Þið sem tengist Sléttuhreppi, en ekki beint Fljóti, gætuð e.t.v. fundið myndir af ykkar svæði þar en hér einbeitum við okkur að Fljóti með örfáum untantekningum þar sem myndir sýna fjallasýn á leið í Fljót.

Fyrst um sinn birtast hér allar myndir Ása frá Stór-Fljótavíkursvæðinu. Þarna er margt að sjá. Jörð er tiltölulega snjólétt á láglendi. Á einum stað má sjá mann standa á milli bæja – honum tókst ekki að forða sér frá myndavélinni. Leitið að manninum, og umfram allt bendi ég ykkur á að skrifa athugasemdir við myndirnar ef þið viljið…………

Njótið.                                                                                                   ➡  Leiðbeiningar 

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA