Brynhildur Snædal Jósefsdóttir og Ólafur Friðbjarnarson

Uppfært 27.júlí 2019

Hér er vísað í margt sem finnanlegt er á internetinu um ofantalin hjón. Skoðið minningargreinar um ætterni og uppruna.  Eins og sjá má á skrá yfir ábúð í Tungu í Fljóti, bjuggu þau þar, um nokkurra ára skeið. (Tvíbýli)

1925:   Neðst í hægra horni er Brynhildur talin upp meðal þeirra sem luku kennaraprófi

1933:   Í fyrsta tölublaði Búnaðarritsins frá þessu ári má sjá að Ólafur hefur verið búnaðarráðunautur með aðsetur í Rekavík árið 1932.

1935:   Brynhildur og Ólafur giftast  

1937:    Í fyrsta tölublaði Búnaðarritsins frá þessu ári má sjá að Ólafur hefur verið búnaðarráðunautur með aðsetur á Látrum í Aðalvík

1948:   Í frétt í Tímanum er sagt frá því að Ólafur hafi verið endurkjörinn formaður Verkamannafélags Húsavíkur, og einnig má lesa um það að hann hefur verið í ábyrgðarstöðum fyrir Alþýðuflokkinn

1949:   Ólafur er í stjórn Alþýðusambands Íslands.

1966:    Ólafur Friðbjarnarson lést af slysförum þegar eldur varð laus í verslunarhúsi í Reykjavík þar sem hann var við störf sem húsvörður. Um það má lesa í grein Vísis , og einnig í grein í Alþýðublaðinu , og í Morgunblaðinu. Þá  birtist minningargrein í Tímanum. Þakkir fyrir hluttekningu (neðarlega til vinstri).

1982:   Brynhildur skrifar þakkarkveðju til þeirra sem glöddu hana á áttræðisafmælinu.

1987:   Brynhildur skrifar þakkarkveðju til þeirra sem glöddu hana á 85 ára afmælinu.

1991:   Brynhildur lést 3.nóvember og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík . Minningargrein í Morgunblaðinu .  Minningargrein í Þjóðviljanum.

2002:   Nemendur Brynhildar frá 1961 skrifa af mikilli hlýju til minningar um hana á 100 ára árstíð hennar. Þá gerði Morgunblaðið frétt þessu tengt.

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA