2015-08 IE : Allt á floti

Seinni hluta ágústmánaðar árið 2015, og svo áfram í september, rigndi alveg gífurlega mikið í Fljóti. Á þessum tíma var búið að ganga frá sumum sumarhúsum fyrir veturinn og aðeins Tunga og Atlatunga í ábúð.

Við syðri flugpokann í Atlastaðalandi er veðurathugunarstöð, þar sem fylgst er með vindhraða og vindstefnu, sérstaklega í tengslum við flug, auk þess sem regnmagnið er mælt. Þessar tölur eru svo sem ekki skráðar í bækur, en koma þráðlaust fam á skjá í Atlatungu.

Ég þori ekki að fullyrða það, en finnst ég hafa heyrt að regn á tveimur sólarhringum hafi mælst 160 mm, eða 16 cm. Hafi það verið jafnt yfir alla víkina, getur maður rétt ímyndað sér hversu mikið vatn hefur þurft að fara út um óskjaftinn til viðbótar við það sem rann inn þegar féll að.

Þar sem svo fáir voru í víkinni á þessum tíma, og “hundi ekki út sigandi”, eru ekki til margar myndir, hér koma þó þrjár, sem Ingólfur Eggertsson tók við Atlatungu.

Ritstjóri minnir á að myndirnar stækka ef “klikkað” er á þær – og svo væri afskaplega ljúft ef einhver myndi skrifa við myndirnar í “comment”

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA