Hvers vegna núna?

Uppfært 4.júlí 2019

Forsíðumynd frá sumri 2007. Herborg Nanna Ásgeirsdóttir veiðir með flugustöng

Grein eftir Hörð Ingólfsson  – fyrst birt 24.apríl 2008 vegna undirbúnings að stofnun Veiðifélags Fljótavíkur

 Líklegt er að silungsveiði á Íslandi hafi við landnám verið lík því sem sem hún er nú í Grænlandi. Ókjör af fiski á öllum mögulegum veiðisvæðum enda öll svæðin ósnortin. Að horfa á veiðiár í Grænlandi minnir á veiðisögur úr Fljótavík frá fyrri tíð.

Reynsla þeirra sem best þekkja veiði vatnafiska er öll á sama veg. Öll veiðisvæði með óheft aðgengi og takmarkalausri veiði hafa spillst og eyðilagst vegna ofveiði.

Fyrir liggur að veiðisvæði Fljótavíkur er einstakt fyrir það hve ósnortið og líttt skemmt það er miðað við mörg önnur svæði á landinu, mögulega vegna þess að það hefur hingað til verndað sig sjálft með staðsetningunni einni. Það eru góðar fréttir og gera þeim sem ábyrgð munu taka á veiðifélaginu auðveldara fyrir, að viðhalda og vernda lífríkið á vatnasvæði Fljótavíkur.

 Nokkrar áleitnar spurningar geta stundum falið í sér eða leitt af sér svör.

1) Er mögulegt að of lítið sé veitt í Fljótavík?

2) Hver er stofnstærð silungs í Flótavík, hvað mætti veiða mikið árlega?

3) Hvað er eiginlega veitt mikið á hverju ári?

4) Hvers vegna er Tunguáin ekki troðfull af fiski? Er það vegna ofveiði eða ádráttar með neti eða af náttúrulegum ástæðum?

6) Af hverju er stóri fiskurinn sem var í Fljótavík orðinn svona sjaldgæfur? Er það ofveiði?

7) Hvað étur minkurinn mikið af fiski árlega í Fljótavík?

8) Hvað varð um númer 5)? …. nei ég bara spyr … (áá). Svarið er að ég kúðraði þessu sjálfur en fannst bara sniðugt að leyfa þessu að vera svona….. í einhverja daga

Við þessum spurningum og mörgum öðrum eru engin svör.

Í lokin má spyrja, hvort nokkur rök séu fyrir því að stofna EKKI veiðifélag í Fljótavík? Það er í landslögum að landeigendum beri skylda til að stofna veiðifélagið. Það hefur bara ekki tekist fyrr

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA