Myndir frá Edda Finns – teknar í maí 2016

Eddi Finns (Tunga í Fljóti) og Ási Guðna (Lækjabrekka í Fljóti) flugu frá Reykjavík í Fljót í maí 2016.  Myndir frá Ása hafa áður verið birtar.

 Eddi sendi ritstjóra nokkrar myndir og fól  að velja þær sem ætti að birta. Mér sýnist best í stöðunni að birta þær allar.

Það virðist við hæfi að velta því fyrir sér, þegar þessar myndir eru skoðaðar, hversu vandmeðfarið það hlýtur að vera hjá þeim sem fara með eitthvert vald, eins og skipulagsmál og náttúruvernd, þegar náttúran sjálf tekur það upp hjá sér að breyta landslaginu svona mikið á örfáum augnablikum. 

Hver er réttur gamla árfarvegarins gagnvart þeim nýja?

Er eðlilegt að fulltrúar landeigenda geri það sem þeir geta, til þess að koma árfarvegi sem brýtur sér nýja leið, aftur í gamla árfarveginn? 

Ég tel svarið eiga að vera já – en það er bara mín skoðun. Ég tel því að þarna hafi verið unnið gott verk sem þakka beri fyrir.

Ásgeir

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA