Ábúð – Glúmsstaðir í Fljóti

Grænt ártal markar upphafsár ábúðar og rautt lok ábúðar.  Textann fékk ég í tölvupósti frá Jósef Vernharðssyni og var þetta birt á gömlu heimasíðunni  í apríl 2006. Frumheimildin kemur úr Sléttuhreppsbókinni. Athugið að það eru einnig upplýsingar um jörðina á upphafssíðunni Ábúendatal.

1791 / 1792 :    Abraham Sveinsson. Vísað er í Sléttuhreppsbók á bls. 119 og  226 og í Hornstrendingabók á bls. 269, þar sem því mun vera lýst að maðurinn hafi verið útileguþjófur.

Sjá grein – dálkur lengst til hægri rétt undir yfriskrift greinarinnar

1808 / 1811 :   Guðmundur Snorrason og Margrét Jónsdóttir

1812 / 1815 :   Sigurður Björnsson og Kristín Jónsdóttir

1822 / 1836 :   Helgi Guðmundsson, Rannveig Þorsteinsdóttir og Guðrún Eyjólfsdóttir

1833 / 1835 :   Ásgeir Halldórsson og Soffía Mahalaleesdóttir (áá: var þá tvíbýli 1833-1835?).

1837 / 1840 :  Hjálmar Jónsson og Hildur Ólafsdóttir

1840 / 1844 :   Jón Árnason og María Pétursdóttir

1845 / 1858 :   Engilbert Mikaelsson og Borghildur Guðmundsdóttir

1858 / 1887 :   Guðmundur Björnsson og Rannveig Jóhannesdóttir

1887 / 1888 :   Marías Benónýsson og Guðrún Sturludóttir

1893 / 1897 :   Knud Hertervig

 Lesið um gosdrykkjaverksmiðju ofarlega í dálki lengst til hægri

1895 / 1897 :   Jóhannes Elíasson og Guðrún Þorbjörg Jónsdóttir  (áá: tvíbýli 1895-1897?)

1897 / 1905 :   Hjálmar Kristjánsson og Kristjana Guðlaugsdóttir

1906 / 1907 :   Híram Jónsson og ráðskonan Elísabet Tómasdóttir

Beinafundur að Sæbóli í Aðalvík.

1912 / 1913 :   Hermann Friðriksson og ráðskonan Margrét Friðriksdóttir

1918 / 1920 :   Jón Þorkelsson og Halldóra Vigdís Guðnadóttir

Glúmsstaðir hafa, samkvæmt þessu,  verið í eyði frá 1920.

 

 

 

 

 

 

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA