Síðustu íbúar í Fljóti


Myndin er talin vera frá um eða fljótlega eftir árið 1960. Ekki hefur fengist staðfest hver tók hana en talið er að það hafi verið Karl Geirmundsson 

Síðast breytt 3.sept. 2018

Eins og sjá má í ábúendaskrám fyrir Glúmsstaði og Tungu, voru þær jarðir komnar í eyði áður en öll víkin gerði það. Reyndar hafði Tunga aðeins verið í eyði í eitt ár, þar sem Vernharð Jósefsson og fjölskylda fluttu þaðan og á Skjaldabreiðu, þegar Geirmundur Júlíusson og fjölskylda fluttu í Aðalvík.

Það er varla hægt að gera sér í hugalund, hvaða hugsanir bærðust með þeim fullorðnu, veturinn 1945-1946, en í öllu falli varð niðurstaðan að allir fluttu úr víkinni 16.júní 1946. Eitthvað af bárujárni og við tókst að selja og gera einhverja aura úr, en stórt séð var allt yfirgefið án þess að nokkuð fengist fyrir það.

Í nýjum heimkynnum fluttu flestir inn í húsnæði sem var í verra ásigkomulagi en það sem var skilið eftir – og svo varð að halda áfram að greiða sínar skuldir úr Fljóti, í viðbót við að afla tekna til að framfleyta fjölskyldunum á nýjum stað.

En – hverjir voru þeir síðustu sem áttu lögheimili í Fljótavík. Eftir því sem best verður komist að var listinn svona:

Júlíusarhús  
Júlíus Geirmundsson  26.maí 1884 – 6.júní 1962                   ( þá 62 ára)
Guðrún Jónsdóttir 18.júní 1884 – 24.mars 1951                (þá 61 árs)
Guðmundur Snorri Júlíusson 30.ágúst 1916 – 8.ágúst 1995
Jósefshús  
Jósep Hermannsson 27.mars 1877 – 25.október 1955       (þá 69 ára)
Magdalena Solveig Brynjólfsdóttir 28.september 1878 – 1.júlí 1967         (þá 67 ára)
Finnbogi Rútur Jósefsson 13.apríl 1913 – 2.febrúar 2004
Aníta Friðriksdóttir 23.ágúst 1915 – 17.október 1984
Guðjón Finndal Finnbogason 4.mars 1938
Finney Anita Finnbogadóttir 19.apríl 1944
Hjalli  
Högni Sturluson 15.apríl 1919 – 27.maí 2009
Júlíana Guðrún Júlíusdóttir 24.júlí 1921 – 1.september 1960
Sturlína Ingibjörg Högnadóttir 24.september 1941
Jónína Ólöf Högnadóttir 29.nóvember 1942
Júlíus Rúnar Högnason 5.janúar 1945
Skjaldabreiða   /   Geirmundarstaðir  
Hermann Vernharð  Jósef Jósefsson  12.ágúst 1906 – 9.maí 1982
Þórun María Friðriksdóttir  4.júní 1905 – 18.nóvember 1996
Þórunn Friðrika Vernharðsdóttir 25,janúar 1931
Herborg Vernharðsdóttir 29.janúar 1932
Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir 2.september 1934 – 14.febrúar 2011
Sigrún Vernharðsdóttir 29.júní 1940
Jósef Vernharðsson 24.mars 1943
Steinunn Selma Vernharðsdóttir 22.ágúst 1945 – 5.janúar 1948

Alls voru þetta 22 einstaklingar. Skjaldabreiða var sér jörð – nýbýli – , en hin íbúðarhúsin þrjú voru öll á jörðinni Atlastöðum.

 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA