Ritsjóri – og í stuttu máli …..

Uppfært 25.mars. 2020

Ritstjóri :  Ásgeir Ásgeirsson, Lágmóa 7, 260 Njarðvík, Reykjanesbæ

Símar: 421-1084 / 896-5689 Netfang og Dropbox: asgeirsson54@gmail.com

Markhópur: Allir sem vilja – ekki síst þeir sem rekja tengsl við Fljótavík og byggðina  í Fljóti

Markmið:  Söfnun upplýsinga og heimilda um fortíð og nútíð, og gera aðgengilegar.

Félagsmiðlar: Til hliðar við www.fljotavik.is  standa Facebooksíðan  Fljotavik.is á FB , og Twittersíðan @asgeir60.  Blogg á www.fljotavik.is  birtast á félagsmiðlunum, til stuðnings. Facebooksíðan birtir auk þess hlekki í það sem ritstjóri finnur (eða fær ábendingar um) og telur geta átt erindi. Þeir fara ekki á fljotavik.is

Úrelt tímaskekkja? : Heimasíður á borð við www.fljotavik.is gætu við fyrstu hugsun virst úreltar eða tímaskekkjur. En – ef við hugsum um upphaflega markmiðið – að safna og halda saman upplýsingum sem tengjast þessu þröngt afmarkaða svæði – Fljótavík – þá er það mín skoðun að það verði að halda þessari síðu við og reyna að byggja við hana eftir því sem mál þróast og gamlir hlutir dúkka upp.

Segðu álit : Undir nýjum síðum og bloggi opnast umræðuvettvangur (Comment), bundinn takmörkunum, því þú þarft að skrá þig undir glugganum -(getur notað Facebook skráningu). Texti má ekki vera styttri en 15 slög – og ekki lengri en 1500. Glugganum er lokað 30 dögum eftir birtingu, til að draga úr árásum (SPAM, auglýsingar o.fl.).

Læstar síður  eiga aðeins erindi til þeirra sem hafa lykilorðið. (Dæmi um læsta síðu). Oftast fjalla þær um tæknileg atriði, sem tengjast dvöl í sumarbústöðum í Fljóti. Markmiðið er að til verði rafrænar handbækur þannig að sem flestir í fjölskyldum sem tengjast bústað geti bjargað sér og komið í gang að vori, eða lokað að hausti, (rafmagn, vatn, sími o.s.frv), og brugðist við vandamálum.  

Ritstjóri hefur áratugum saman haldið í gamla formúlu, KISS,  eða  Keep ISimple, Stupid – og reynir að halda öllu eins einföldu og kostur er. Það er mikilvægara að safna heimildum og frásögnum en eltast við ný forrit, eða flottara útlit.

Fyrir þeim sem þekkja ritstjórann og þekkja fyrirferð hans – hlýtur að vera augljóst að í þessum teikningum er ritstjórinn á hægri hönd – sem sagt kötturinn.
Print Friendly, PDF & Email

4 Replies to “Ritsjóri – og í stuttu máli …..”

  1. Hér er ég að prófa að skrifa eitthvað – og þá skráist ég sjálfkrafa með þeirri innskráningu sem ég nota til að stjórna síðunni

    1. Hér fer ég inn undir “Reply” – og reyni að breyta innskráningu yfir í þá sem ég er með á Facebook – en ég fæ ekki möguleikann á að ská inn á Facebook – sennilega vegna þess að ég er innskráður fyrir.

  2. Hér er önnur útgáfa – en samt WordPress innskráning

  3. Hér er þriðja útgáfan – þarna hef ég möguleika á að breyta innskráningu – og vel nú Facebook innskráningu

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA