Vindhraði við Straumnesvita

Það var merkilegt að fylgjast með vindhraðamælingum á annesjum Vestfjarða, í óveðrinu sem var að ganga yfir.

Vindhraðinn náði um 42 metrum á sekúndu í hviðum.

Munur á rauðu línuni og þeirri bláu er minni en oft sést, sem merkir að stöðugur vindur var nálægt hámarksvindhraða, langtímum saman.

Tengill á mælingar við Straumnesvita

“Það var um þetta leyti…….”

Þannig hefst eitt af lögum Baggalúts, nú eða Baggalútar, sem mikið er spilað í desember.

En 18. maí er sérstakur dagur í sögu Fljótavíkur, því það var þennan dag árið 1974, sem ísbjörn var (síðast) veginn í Fljótavík. 48 ár er ekki langur tími í sögu Fljótavíkur, en langur tími í ævi manns.

Er ekki bara allt í lagi að kíkja á söguna. Veljið hnappinn:

Hvar eru eiginlega Hornstrandir?

Fyrir markt löngu spurði ég spurningar sem mörgum hefur vafalítið fundist vera út í hött. Spurningin var: Hvar er Fljótavík?

Fyrir um tveimur árum, bætti ég um betur …. eða geri illt verra…. þegar ég spurði: Hvar eru Hornstrandir?

Það virðist ekki vanþörf á að fara aftur yfir þessar skilgreiningar (Veljið græna hnappinn)

Viðbót við blogg frá janúar 2021

Í janúar 2021 birti ég blogg sem vísaði í frásögn um flugóhapp sem varð við Grjótodda- / eða Tungu (lendingarstað fyrir flugvélar) í Fljótavík. Nú sendi Eddi Finns 5 litljósmyndir sem teknar voru á og yfir staðnum þar sem óhappið átti sér stað. Ein myndanna er reyndar tekin fyrir sunnan, áður en lagt er af stað til viðgerðar.

Kíkið á þetta

Fransmannagrafir í Fljótavík?

Til að skrifa skilaboð skal velja hlekkinn sem tengist yfirskriftinni.

Í lok febrúar 2022 fékk ég skemmtilega og merkilega upphringingu frá Maríu Óskarsdóttur sem býr á Patreksfirði. Eftir að hún hafði kynnt sig og spurt hvort ég væri nú ekki sá sem “væri með” þessa síðu, sagði hún á sér deili.

María hefur í yfir tuttugu ár safnað upplýsingum um samskipti íslendinga við Fransmenn á skútuöldinni. Ég leitaði hennar á internetinu og þar má finna margt athyglisvert. Hún hefur gefið út bók um þetta grúsk sitt, og ríkisútvarpið (Landinn) ræddi við hana árið 2016.

Í Landanum kom fram að hún sé nú farin að einbeita sér að því að safna upplýsingum um grafir Fransmanna á Vestfjörðum. Talið er að hátt í 4 þúsund Fransmenn hafi látist við strendur Íslands. Margir þeirra hvíla í ómerktum gröfum við sjávarsíðuna. Oftast var farið styðstu leið í land og þeir grafnir jafnvel í fjöruborði eða því sem næst. Það mátti ekki missa tíma frá veiðunum.

María segir að sögur um Fransmannagrafir, þar sem eldri kynslóðir hafi sagt þeim yngri, séu enn lifandi, og hún vilji safna þeim.

Og þá er komið að Skiphól í Fljótavík. María hefur heyrt sagnir um að Fransmenn sé grafnir í Skiphól. Ég benti á að Skiphóll væri ansi langt frá sjó, sem stangast á við að mönnum lá á að komast aftur á veiðar.

María sagði frá heimildarmanni sem var ættaður frá Norðurfirði á Ströndum. Sá hafi sagt að hann hefði heyrt sagnir um að þarna séu grafnir (fleirtala) Fransmenn. Hún veit þó ekki hvaðan hann hafði þessar upplýsingar.

Samtal okkar stóð lengi og m.a. rætt að líkum sem skolaði á land í seinni heimsstyrjöld hafi verið komið fyrir og þau dysjuð en þau sótt að styrjöldinni lokinni.

María er ekki á Facebook og við komum okkur saman um, að ef eitthvað kemur út þessari fyrirspurn, muni ég hafa samband við hana.

Hefur einhver heyrt um svona Fransmannagrafir í Fljótavík?

EnglishUSA