Atlastaðir

Uppfært 25.júlí 2018

Sumarhöllin Atlastaðir, eins og einhverjir kölluðu húsið í upphafi, var í fyrstu endurdurreistur vinnuskúr sem notaður var við byggingu fjölbýlishúss við Túngötu á Ísafirði. Margar hendur lögðust á eitt við það árið 1969, þegar niðjar Júlíusar Geirmundssonar og Jóseps Hermannssonar, þeirra bænda sem keyptu jörðina árið 1906, hófu það verkefni sem enn stendur yfir.

Húsið hefur orðið fyrir mörgum skakkaföllum og farið í gegn um margar breytingar. Í dag er það hið glæsilegasta og getur hýst fólk í sjálfstæðum herbergjumm, þannig að gestir geta verið út af fyrir sig þó fjölmennt sé.

Lýst er eftir einhverjum góðum “pennum”, sem skrifað gætu sögu hússins.

Hér er hugsanlega líka vettvangur fyrir skilaboð til þeirra sem tengjast húsinu

Atlastadir_01

Atlastaðir – sumarhús í Fljótavík       er með Facebooksíðu – en aðeins fyrir þá sem eiga aðkomu að húsinu, og þarf að biðja um aðgang að þeirri síðu.  Halldóra Þórðardóttir stýrir aðgangi að síðunni.

2018 :   Skipt var um járn á þakinu þetta vor 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA