Örnefnakort

Uppfært 070823

Afkomendur Þórðar Júlíussonar hafa látið endurvinna stóra örnefnakortið sem var á Atlastöðum. 

Grunur leikur á um að Gunnar Þórðarson, sem á margar leiðarlýsingar hér á síðunni og reyndar Snorri Grímsson líka, séu að bralla eitthvað tengt kortinu  – og það kemur þá bara í ljós síðar.

Gamla kortið á Atlastöðum var unnið þannig að merkingar voru gerðar á gamlar loftljósmyndir. Nú lítur kortið svona út:

Kortið kemur til mín á svokölluðu pdf formi og er stærðin þá yfir 100 Mb og miðast greinilega við að útprentað verði það ca 1,5 metrar á kant. Slíkt er ekki hægt að birta hér, og varð að breyta forminu yfir í JPEG  – sem er algengt fyrir ljósmyndir. Fórna þurfti miklu af gæðum í staðinn, en mér sýnist þetta vera vel læsilegt  – ein- eða tvístækkað, – sjá neðar.

k150914-2

Farið með bendil tölvunnar inn yfir myndina og “klikkið” einu sinni  og þá stækkar myndin. Ef það er gert aftur, stækkar myndin enn meira.  Eftir það þýðir ekki að gera það frekar heldur fer myndin þá í upphaflega stærð. En þegar myndin er stækkuð, hvort sem það er gert einu sinni eða tvisvar, myndast skrunmöguleiki undir myndinni og hægra megin við hana. Notið þann möguleika

Prófarkarlestur

En nú er komið að ykkur.  Leggist yfir myndina og berið tölurnar saman við nöfnin eða öfugt. Þið sjáið að mismunandi litir vísa til mismunandi þriggja jarða sem voru í Fljótavík.

Ef þið sjáið misfellur og/eða kveikið á því að það vantar örnefni á kortið – þá þarf endilega að koma þeim upplýsingum á framfæri, t.d. með því að skrifa það sem athugasemd við þessi skrif.

Mér skilst, að úr því sem komið er, verði myndin ekki prentuð í “í endanlegri” útgáfu fyrr en eftir einhverjar vikur a.m.k.


Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA