Menntaskólinn á Ísafirði : Fyrsti stúdentsárgangurinn (1974)

Hverjir voru í útskriftarárgangi Menntaskólans á Ísafirði, vorið  1974 ? 

Ársæll Friðriksson
Ásgeir Ásgeirsson
Bergrós Ásgeirsdóttir
Bjarni Jóhannsson
Einar Hreinsson
Einar Jónatansson
Friðbert Traustason
Gísli Ásgeirsson
Guðmundur Guðjónsson
Guðni K Þorkelsson
Guðmundur Stefán Maríasson
Halldór Jónsson
Haraldur Helgason
Helgi Kjartansson
Herdís M Hübner
Ingibjörg Daníelsdóttir
Jóhannes Laxdal
Jón Guðbjartur  Guðbjartsson
Jón Guðmundsson
Jón Sigurður Jóhannsson
Kristján G Jóhannsson
Lilja Svanhvít Stefánsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Matthías Berg Guðmundsson
Sigurbjörg Rafnsdóttir
Sigurður Grímsson
Snorri Grímsson
Snæbjörn Reynisson
Þórarinn Hrafn Harðarson
Örn Leós Stefánsson

Hér fyrir neðan eru nokkrir hlekkir í blaðagreinar sem á einhvern hátt tengjast “okkur”  . Þessi listi er til gamans gerður og er alls ekki tæmandi. Oft eru sömu auglýsingarnar birtar á mörgum stöðum og oftar en einu sinni, og þetta er allt finnanlegt á www.timarit.is. Þá hefur skólinn orðið að skotspóni í háðsblaðinu “Spegillinn” þar sem var gert grín að balletkenslu við skólann og eins að þar sem allt húsnæði vantaði yrðu nemendur að muna að hafa með sér tjöld og hitunarbúnað. 

1966:    30.janúar birti Alþýðublaðið pólitíska grein vegna umræðu um stofnun menntaskóla á ísafirði.

1969:   26.september birtu Staksteinar Morgunblaðsins úrdrátt úr Vesturlandi vegna borgarafundar sem haldinn hafði verið á Ísafirði vegna stofnunar menntaskóla.

1970:   29.janúar birti Alþýðublaðið frétt þar sem sagt var fá því að auglýst hefði verið eftir skólameistara við Menntaskólann á Ísafirði. Þarna kom fam að við skólann ætti að leggja sérstaka áherslu á nám tengt atvinnuvegum.

3.júlí var birt auglýsing um umsókn um skólavist að hausti.

3.október birti Ísfirðingur langa grein á forsíðu um fyrstu setningu Menntaskólans á Ísafirði.

8.október birti Alþýðublaðið forustugrein um mikla uppbyggingu á Vestfjörðum og þar á meðal um Menntaskólann okkar.

21.október birti Dagur á Akureyri grein þar sem margt skemmtilegt kemur fam.

1971:   Smá frétt um setningu skólans í annað sinn – í Vesturlandi frá 1.október 1971.

23.febrúar birti Morgunblaðið viðtal við Ingu Dan

1.október birti Vesturland frétt um setningu skóla almennt – og þar kemur fram að heimavistin yrði í húsnæði Hjálpræðishersins.

6.nóvember birti Ísfirðingur frétt um setningu skólans og þar kemur fram að við….. fjöldi þeirra sem hófu nám í öðrum bekk það haust – hafi verið 35.

1972:    Alþýðublaðið birti frétt, þann 27.janúar um að nemendur við Menntaskólann á Ísafirði – sem sagt VIÐ – værum dýrastir allra menntaskólanema í rekstri.

  1. febrúar birti Morgunblaðið frétt undir yfirskriftinni “Menntskælingar á menningarreisu” . Rætt er við einhver okkar – og með fylgja myndir.
  2. október var ný heimavist skólans formlega tekin í notkun, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 

1973:   3.mars birti Tíminn lita – vonandi löngu gleymda frétt – um að Menntaskólinn á Ísafirði hefði sent keppnislið í fótbolta suður á bóginn til að keppa í skólamóti í knattspyrnu. Það liggur við að mótið hafi ekki verið byrjað – þegar ljóst var að við vorum fallin úr keppni………

17.mars var í frétt um skáklíf í bænum, sagt frá Menntaskólanum – án þess að nein nöfn væru nefnd

25.september sagði Ísfirðingur frá þriðju setningu skólans.

1974:  Okkar útskrift fór fram í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, mánudaginn 3.júní. Ísfirðingur sagði frá þessu í frétt þann 7.júní, og Skutull þann 12.júní. og þar er tiltekið hver við vorum og hvaðan við komum.  Fleiri blöð sögðu á einhvern hátt frá þessum mikla viðburði –  t.d. Þjóðviljinn.- og svo heil opnumynd  í grein í Morgunblaðinu þann 8.júní – og athugið að það er hægt að fletta á milli blaðsíða í forritinu www.timarit.is með því að velja örvarnar við blaðsíðunúmerið. Maður getur sem sagt skoðað allt blaðið þannig síðu fyrir síðu….

 

Athugið að ég er hér að “misnota” aðstöðu mína við að birta þetta hér – og ég mun að líkum fjarlægja þetta aftur fljótlega – en vona að sem fæstir af þeim sem skoða síðuna www.fljotavik.is rambi alla leið inn á þessa síðu.

Ásgeir

 

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA