Allar myndir teknar á tímabilinu frá morgni 13.júní til og með kvölds 15.júní 2016, af Maríu Ingólfsdóttur, Herborgu Nönnu Ásgeirsdóttur og Ásgeiri Ásgeirssyni.
Þarna má sjá myndir, líkar þeim sem áður hafa sést, úr flugi með TF-VIK, með Hálfdán Ingólfsson við stjórn, á leið til og frá Fljóti. En þarna eru líka myndir sem sýna eitthvað af því jarðraski sem náttúran kom í verk í lok ágúst árið 2015 – og það var ekkert smáræði – og þar er ekki spurt um deiliskipulag o.s. frv !