Handbók Atlatungu

Útgáfa : 020822 – 2215

Formáli – Um handbókina

12. júní 2021

Tíminn líður – stöðugt áfram . Ekkert varir að eilífu. Þeir sem nú opna Atlatungu að vori og loka að hausti, verða ekki alltaf til staðar. Það á svo við um þá sem taka við – og koll af kolli.

Ef við viljum upplýsingar um “allt” sem okkur vantar að vita eða hvernig eigi að gera hlutina er upplagt að hafa “allt” aðgengilegt á vef. Líklega kemur að því að hægt verði að lesa svona í Atlatungu, prentað og/eða á netinu. En hugsið til þess að það er ekki hægt að bæta við upplýsingum um eitthvað sem ekki hefur verið hugsað um – svo bendið endilega á allt slíkt.

Að skrifa handbók, lýkur aldrei! Alltaf finnst eitthvað sem þarfnast frekari yfirlegu – og hlutirnir eru alltaf að breytast.

Markmiðin þurfa að vera skýr:

  1. að bæta umgengni um Atlatungu
  2. að bæta umgengni um umhverfið í Fljótavík
  3. að draga úr líkum á að eitthvað gleymist þegar húsið er yfirgefið
  4. að auka líkur á að ekkert fari úrskeiðis þegar húsið er opnað að vori
  5. að auka líkur á að ekkert skemmist vegna rangrar umgengni
  6. að auka líkur á að hægt sé að bjarga sér ef enginn kann og/eða veit
  7. að auka líkur á að allir geri sér grein fyrir að allt þarfnast viðhalds
  8. að bæta við markmiðum eftir því sem þau verða augljós.……..

Hægt er að vista Handbókina á PDF formi og flytja t.d. í snjallsíma., eins og sýnt er alveg neðst í skjalinu. Vistið nýjustu útgáfu fyrir ferð í Atlatungu.

Table Of Contents
  1. Formáli – Um handbókina
  2. Tékklistar – að mestu
  3. Tékk: Opnað að vori
  4. Tékk : Lokað að hausti
  5. Tékk: Hús tímabundið mannlaust
  6. Tékk: Frágangur innanhúss við brottför (líka ef einhver kemur fljótlega)
  7. Tékk: Núgildandi
  8. Rafmagnskaflinn
  9. Raf: Inngangur- almennt yfirlit
  10. Raf: Kerfishlutar
  11. Raf: Uppistöðulón í Bæjardal
  12. Raf: Lagnir að túrbínum
  13. Raf: Túrbínur (Rafstöð)
  14. Raf: Raflögn að Atlatungu
  15. Raf: Geymasett undir húsi og geymamælar
  16. Raf: Umbreytir, 48 VDC í 220VAC
  17. Í vinnslu Raf: Pott-Kút stýrikerfi
  18. Raf: Aflestur af skjám í búri
  19. Raf: Skráning frá litlu skjáunum í búrinu
  20. Raf: Gaumljós yfir búrhurð
  21. Raf: Ísskápar
  22. Raf: Ljóslagnir
  23. Raf: 220 V tenglar
  24. Raf: 12V kerfi & sólarsella
  25. Raf: Þekkt vandamál
  26. Raf: Rafmagnsofnar
  27. Fjarskipti: SIM kort í Router – í áskrift
  28. Fjarskipti: Router með SIM-korti – og WiFi
  29. Fjarskipti: Loftnet fyrir símann
  30. Frárennsli: frá vöskum og sturtu                                  
  31. Frárennsli: frá salerni  
  32. Frárennsli: frá þaki
  33. Frárennsli: Rotþró
  34. Vatn: Aðrennsli neysluvatns frá lind að sandsíu
  35. Vatn: Sandsía fyrir neysluvatn
  36. Vatn: Upphitun neysluvatns með gashitara
  37. Upphitun: Viðarbrennsluofn
  38. Upphitun: Söfnun eldiviðar og uppkveikju
  39. Upphitun: Eldiviðarsög
  40. Upphitun: Heitur pottur 
  41. Sorp: Lífrænn úrgangur
  42. Sorp: Brennt á varðeldi eða í ofni
  43. Sorp: …. og annað sem flytja þarf úr Fljóti
  44. Öryggi: Reykskynjarar
  45. Öryggi: Slökkvitæki
  46. Öryggi: Gula brunaslangan
  47. Flutningar: Flug
  48. Flutningar: Farartæki á landi
  49. Flutningar: Bátar
  50. Flutningar: Utanborðsmótorar
  51. Flutningar: “Úti við sjó”
  52. Flutningar: Stóru hlutirnir
  53. Undir húsi og í – eða undir – palli
  54. Hlerar í pallinum  
  55. Skráning: Veiðidagbók
  56. Skráning: Gestabók
  57. Skráning: Ættartal – bara “on-line”
  58. Glósur til úrvinnslu
  59. Flytjið PDF-afrit af Handbókinni í t.d. síma

Tékklistar – að mestu

Tékklistar vorsins eru á stikkorðsformi. Þar er verið að gera það helsta og er nú framkvæmt af vönum. Tékklistar haustsins innihalda u.þ.b. öfuga framkvæmdaröð vorsins en auk þess ýmislegt sem er afleiðing sumarnotkunar.

Tékk: Opnað að vori

Hálfdán Ingólfsson . Uppfært 10.maí 2020

Neysluvatn:
1. Loka aftöppun (3 rauðir kranar: undir eldhúsvaski, aftan við klósett og í sturtu)
2. Blöndunartæki eða blindnipplar í sturtu
3. Setja inntaks-síu á sinn stað (undir palli)
4. Kútur undir veönd: Loka botn-aftöppun, aftengja lögn efst úr kútnum (slanga sem fer í pottinn). Þetta er til að hleypa lofti úr kútnum i lið 8
5. Vatnsdæla undir verönd tengd (framtíðarmúsik)
6. Vatnskranar við efra húshorn: Loka vetrarrennsli, opna fyrir neysluvatn
7. Skoða hvort leki einhvers staðar innanhúss
8. Hleypa vatni á kút og fylgjast með áfyllingu. Loka fyrir vatn að kút þegar hann er fullur og tengja lögn í pott.
Heiti potturinn
1. Taka neglu (tappa) úr botninum og tæma hann
2. Skola pottinn rækilega með brunaslöngu
3. Setja pott-síu á sinn stað – opna lofttæmingartappa
4. Láta renna í pottinn, upp fyrir síu-inntaks-slöngu
5. Loka síu þegar hún er full af vatni. (Setja í samband þegar rafmagn er komið á)
Rafmagn
1. Setja túrbínur á sinn stað
2. Tengja geyma-mæla (box með 4 voltmælum við hlið töflu í búri). Þrír efstu eiga að sýna spennu ca 12V
3. Tengja mínus-pól á geymasetti ( MIKIÐ neistaflug við tengingu). Neðsti geymamælir sínir spennu. (Spenna mæld í Volt – straumur í Amper) ….. ??
4. Skrúfa frá annari túrbínunni og fylgjast með hvort stýrikerfi setji orku á heita pottinn
5. Ef allt er í lagi má kveikja á 220V Inverter og skrúfa frá hinni túrbínunni.

Tékk : Lokað að hausti

Uppfært 22. ágúst 2020

48 – 24 klst. í að húsið verði yfirgefið
Höggva í eldinn – hafa minnst 5 bananakassa uppi á lofti við lokunA1
Undir palli: Safna stæðu af við – við tröppurnarA2
Undir palli: Ef rusl á varðeld – kveikja í. Ef rusl heim koma á staðinn (flug eða Sævör)A3
Undir húsi: Ef stigar úti – koma þeim undir ofanvert hús A4
Undir húsi: Renna kanó undir ofanvert hús, næst AtlastöðumA5
Kompa uppi: Birgðatalning – skrá ef eitthvað vantar næsta vor A6
Ofan á palli: Hvolfa Alucraft báti – stinga má einhverju undir – binda A7
Upp á loft: Slátturorf, utanborðsmótor, vélsög (í bekknum), A8
Upp á loft: skipta um hurð við kolagrill – sumarhurð upp/vetrarhurð útA9
Er eitthvað eftir við höggstað fyrir neðan barð – taka axir innA10
Slátturvél á BobCat – ef á flugvelli verður að draga upp að AtlastöðumA11
Rafmagn: enda daginn með að slökkva á hitun vatns í heita pottinum – og kútA12
Rafmagn: Slökkva á efri ísskápnum í búri (hann er á 12 V)A13
Rafmagn: Minnka spennu frá túrbínum – minnka rennsli – nota spennumæliA14
Veiðidagbók: Taka myndir af skráningum sumarsins – senda ……. ???????A15
24 – 12 klst. í að húsið verði yfirgefið
Raka yfir eldstæðið undir Skiphól – grafa það sem eftir er í fjörusandB1
Loka hlerum í palli – nema yfir “kjallara” – festa með skrúfum þar sem við áB2
Gasgrill upp á loft eða undir stiga – gas undir veröndB3
Bekkir á palli: á eitthvað að fara inn?B4
Láta renna úr heita pottinum – setja tappa aftur í og ca 20 cm vatnB5
Hreinsidæla við pottinn – og kassi utan um – allt upp á loftB6
Tæma heitavatnskút undir palli ef í notkunB7
Slökkva á potthitamæli (rofi í búrskáp við geyminn á gólfinu)B8
12 – 6 klst. í að húsið verði yfirgefið
Jötul ofn: láta eld deyja út – loka loftgötum niðri og efstC1
Jötul ofn: Fjarlægja öskuC2
Veðurstöð: sækja á Mórunes – geyma uppi – fjarlægja hleðslurafhlöðu ???C3
Rafmagn: slökkva á seinni ísskápnum í búriC4
6 – 0 klst. í að húsið verði yfirgefið
Rafmagn: stoppa túrbínurD1
Rafmagn: Taka túrbínur heim – geyma á gólfi á neðri hæðD2
Rafmagn: Aftengja geyma undir húsi – (túrbínur mega ekki vera í gangi nema rafmagn komist frá þeim)D3
Hvaða matvæli fara á Ísafjörð? Hvað fer í tófuna/Sorpu ?D4
Hella upp á kaffi í síðasta sinnD5
Slökkva á vatnshitara en eiga vatn í uppvaskiðD6
Kjallari: skrúfa sandsíu neysluvatns frá – hvolfa á plastpoka yfir stóra siktinu í eldhúsvaskiD7
Kjallari: Setja tófulok ofan á D8
3 – 0 klst. fyrir lokun
Hita vatn í síðasta uppvask – þvo og setja í skápa E1
Skrúfa fyrir gaskúta í bekk undir eldhúsglugga. Setjið kubba ofan á (hreiðurgerð)E2
Skrúfa fyrir aðrennsli neysluvatns. Skrúfa slönguna frá og setja fullopna út í læk E3
Opna rauðu drenlokana (sturta, wc, undir eldhúsvaski, við vatnshitara í eldhúsi)E4
WC: Síðasti séns að nota. Tæma vatnskassann, ausa vatni úr vatnslás, setja WC-rúllu í plastpoka og troða í botn vantsláss (stoppa trekk)E5
Loka kjallarahlera og skrúfa niður á öllum hornumE6
Sími: Taka router úr sambandi við 12V (Hvít leiðsla)Breytt
Sími: Taka loftnet inn – draga kapla inn. (Sólarcella á að vera tengd um veturinn)E8
Gluggasillur: Fjarlægja allt sem getur blotnað eða yfirlýststE9
Eru allir gluggar lokaðir? E10
Tryggja að allir ísskápar standi opnir og séu þurrirE11
Tæma lífrænt sorp – fergja lok yfir holuE12
Tappar í báða vaska og sturtubotnE13
Er aukalykill falinn “á sínum stað” utan við húsið?E14
Skápur undir vaski í eldhúsi á að vera lokaður (mýs)E15
Skápur undir vaski á WC á að vera opinn (mygla)E16
Skrá í Gestabók – hvenær húsið yfirgefið fyrir veturE17
Allar hurðir á ganginum – líka rennihurð – eiga að vera lokaðarE18
Hvað fer “heim”: Útvarp, kíkir, óhreint í þvott, nærföt, KAFFIPOKI,E19
Aftari dálkurinn er hugsaður til að auðvelda að finna textann þegar kemur að leiðréttingu
Neysluvatn – vinnuferli dregið saman
Síðasti séns að nota salerniNV1
Skrúfa fyrir neysluvatn til hússins (Krani 5 metrum ofan við húsið)NV2
Skrúfa aðrennslisslöngu frá tengivirki og fara með út í skurðNV3
Opna aftur fyrir kranann 5 metrum frá tengivirki – hafa fullopið yfir veturNV4
“Hundaslangan” opin frá tenivirki að skurði ????? er það rétt????NV5
Kjallari: Skrúfa sandsíu neysluvatns frá – hvolfa á plastpoka yfir stóra siktinu í eldhúsvaskiNV6
Skrúfa frá krönum – láta renna úr leiðslum – skrúfa svo fyrir afturNV7
Skrúfa vatnslögn að vatnshitara frá ????? – skoða…. lýsa sérstaklega.????NV8
Opna rauðu drenlokana (sturta,WC, undir vaski og við vatnshitara í eldhúsi)NV9
WC: sturta niður, ausa úr vatnslás, troða wc-rúllu í plastpoka ofan í NV10
Setja tappa í eldhús- og baðvaska, og í sturtubotnNV11
Hér er gerð tilraun til að sameina það sem gera þarf í einu vinnuferli. Skoðum seinna hvort rétt væri að tryggja að þessir punktar séu í aðallistanum – eða hvort við ættum að fjarlægja punkta úr aðallistanum og halda þessu sér.
Rafmagn – vinnuferli
Síðasti séns að nota 220 Volt (ryksuga sem dæmi)R1
Taka tappann úr heima pottinum – reikna með 60 mín í að tæmastR2
Fara strax að túrbínum – krúfa fyrir þær (Bobcat, verkfæri, tveir menn)R3
Losa túrbínur og setja á BobCat – ath. 48 volt frá húsinu eftir kaplinumR4
Loka túrbínukassa yfir stigann og fergja með steiniR5
Losa tengingar af rafgeymum sem fyrst eftir að skrúfað er fyrir túrbínur.R6
Túrbínur inn á gólf niðri- setja á pappa þannig að ryð fari ekki á gólfiðR7
Hleypa vati úr hitakút í kjallara undir palliR8
Hvar í ferli er slökkt á Ohmformer?R9
Hér er gerð tilraun til að sameina það sem gera þarf í einu vinnuferli. Skoðum seinna hvort rétt væri að tryggja að þessir punktar séu í aðallistanum – eða hvort við ættum að fjarlægja punkta úr aðallistanum og halda þessu sér.

Tékk: Hús tímabundið mannlaust

Halli: 13. ágúst 2020

Pottur: Staðfesta að nægjanlegt vatn sé í pottinum (upp að efri brún elementa)
Vatn: Loka fyrir neysluvatn við efra húshorn (forðar skemmdum ef vatn lekur inni)
Rafmagn:
1. Staðfesta að aðeins ísskápar noti 220V. Slökkt á ofnum. Þar með ætti skjár yfir búri að sýna 00 til 01
2. Skrúfa alveg fyrir aðra túrbínuna (skiptir engu hvor er valin).
3. Skrúfa í þrepum fyrir hina túrbínuna (Einn við túrbínu og annar les af skjá í búri. Notið litlu talstöðvarnar til samskipta.
4. Æskileg staða á stýriskjá, er að hafa aðeins EITT element í kring um 90% – öll hin á 0%
Dæmigert væri: 100% 80% 0% 0%
6/8 2019: skilið eftir 100% 50% 0% 0%
18/8 2019: sett á 100% 18% 0% 0% Pottur of heitur
21/8 2019: Sett á ca 100% 0% 0% 0% Pottur 45 °C
13/9 2019: Var á ca. 98% 0% 0% 0% Pottur 47 °C
ATH 1: 220V Inverter þarf að vera á fyrir hleðslu á 12 V kerfi (Pott-dæla o. fl.)
ATH 2: Veður (vindur og hitastig) ræður nokkru um hver endanlegur potthiti verður
ATH 3: Farið eftir tékklistanum: Frágangur innanhúss við brottför
Endurkoma eftir tímabundna fjarveru
Staðfesta nægjanlegt vatn í potti, opa f. neysluvatn, skrúfa frá túrbínum

Tékk: Frágangur innanhúss við brottför (líka ef einhver kemur fljótlega)

Lilja Ingólfs 11. ágúst 2020

Samsvarandi plastað í Atlatungu
RUSL
Við brottför má ekki vera neitt rusl í húsinu.
Matarafganga á að grafa í jörðu fyrir neðan hól
Brennanlegt á að brenna á bálstæðinu .
Ef það er ekki möguleiki þarf að taka ruslið með heim
Óbrennanlegt /ál, gler og fl.) á að taka með sér
MATUR
Taka verður allan mat með sér heim – nema að þið vitið að fólkið sem kemur á eftir ykkur muni nota hann
Fara vel yfir búr og búrskáp og athuga hvort það sé örugglega enginn matur þar sem getur skemmst
ÞRIF
Þurrka af öllum borðum
Sópa / ryksuga gólf
Skúra ef þarf
Þrífa salernið
Tökum okkur öll í hnakkadrambið og göngum vel um þess paradís okkar.

Tékk: Núgildandi

Upphaflega gert ca árið 2010 BV og HöI- verður eytt þegar ofanskráð samþ Yfirfarið: 7.apríl 2019

Húsið yfirgefið að hausti

Innanhúss: Taka til, þrífa allt húsið og loka öllum gluggum. Fjarlægja allt rusl og allan mat sem getur skemmst. (ruslið með heim).

Utanhúss: Ganga frá öllu úti, láta kælikassana undan húsi inn, setja báta undir hús, tappa vatni af kæliskáp í búri. Ganga frá slöngum og stigum, taka hurðina af útigrillinu og láta aðra í staðinn (Vetrarhurð er uppi á lofti). Taka loftnetið niður og inn í gang, verja kapaltengi undir palli með vaselíni og plastpoka.

Gas: Skrúfa fyrir gasið úti í kassanum fyrir neðan eldhúsgluggann.

Ofn: Hreinsa ösku úr ofninum. Loka trekkspjöldum.

Vatn: Láta seytla í gegn um kranann svo ekki frjósi. Opna fyrir affall við útihurð (slanga bakvið tréspjöld við þröskuld). Skrúfa vatnssíu af undir palli.

Opna alla krana innanhúss til að tæma lagnirnar. Láta tappa í vaskana (annars lyktar). Sturta niður úr klósettkassa og þurka vatn úr vatnslás klósetts og stinga klósettrúllu í plastpoka í opið svo ekki trekki í gegn um niðurfallið.

Skrúfa sundur lögn að gashitara og tappa vatni af.

Aðkoma að húsi að vori.

Vatn: Skrúfa saman lagnir að gashitara í eldhúsi. Athuga hvort vatnslásar hafa gengið í sundur á eldhús- og baðvaski. Skrúfa vatnssíuna á undir palli (lúgan er á veröndinni undir eldhúsglugganum).

Loka fyrir affall við útihurð (slanga bak við tréplötu við þröskuld).

Taka plastpoka úr klósetti og tappa úr vöskum.

Opna fyrir vatn, og athuga með leka.

Gas: Opna fyrir gaskúta úti í kassanum undir eldhúsglugganum.



Rafmagnskaflinn


Raf: Inngangur- almennt yfirlit

18. ágúst 2020

Eftir að heiti potturinn kom í Atlatungu, varð ljóst að erfitt yrði að halda hita með bruna í eldhólfi sem kom með honum. Lendingin var vatnstúrbína – fyrst ein og svo önnur.

Eigendur Atlatungu eru:  Ingólfur, Halli, Örn, Maja, Hörður, Ragnar og Lilja.  Sjö nöfn – og allir karlarnir hafa unnið við rafmagn. Flestir aðrir vita lítið um rafmagn í Atlatungu en vilja hafa séns á að skilja, og bjarga sér og sínum.

Rafmagn er framleitt með tveimur vatnstúrbínum sem framleiða 48 V jafnstraum. Inntak er í Bæjará, í 80 metra hæð yfir túrbínunum. Afköst miðað við fallhæð, aðveituæð og núverandi stærð spíssa er allt að 2KW (2000 Wött) með báðar túrbínur á fullu og inntak í lagi.

Mest af orku hitar olíufyllt element í heita pottinum og í rafmagnsofnum sem tengdir eru við 220 V. Yfirmagn þarf að leiða annað, og helst geyma – á rafgeymum – eða/og með meiri upphitun vatns. Fari yfirmagnið í heita pottinn þarf yfirleitt að kæla hressilega fyrir notkun.

300 lítra stáltunna er í “kjallarahólfi” undir verönd – með því að markmiði að senda umframorku þangað – og að geta sótt heitt vatn þaðan til að bæta í heita pottinn eða í vaska bústaðarins, ef þarf.

Stýring á vatnsmagni að túrbínum er handvirk (krani f. hvora) og kerfið þarf því að taka við og notað (gleypt) orkuna sem er til umráða til að spenna frá þeim fari ekki úr böndum. Heimasmíðað stýrikerfi, – Pot-Kút stýrikerfið – annast það sjálfvirkt með því að beina umframorku í hitaelement í heita pottinum og í 300L vatnskút undir veröndinni.

Undir ofanverðu húsi (miðhólf) eru margir rafgeymar- ýmisst tengdir saman – eða ekki. Allir eru 12 Volt – en með raðtengingum má sækja í þá 24 eða 48 Volt.

Þegar við kaupum okkur venjuleg batterí, sem til dæmis eru gefin upp fyrir að vera 1,5 V er sú tala lágmarksstærð. Þau eru frekar nær 1,6 V. Eins og með venjuleg batterí þarf að hlaða rafgeyma með hærri hleðsluspennu – en hún má samt ekki vera of mikil.

Kjörspenna (NomVolt) á kerfinu er rúmlega 53V sem gefur um 13.25V hleðsluspennu á hvern rafgeymi þegar fjórir eru raðtengdir saman. Kerfið er haft tvöfalt til öryggis: Samhliða “vinnukerfinu” er “varakerfi” í gangi, sem er stillt á aðeins hærri kjörspennu en vinnukerfið, – venjulega 1 V hærra.

Bili vinnukerfið tekur varakerfið við og heldur kerfisspennunni (SysVolt) í skefjum 1 volti hærra en vinnukerfið, t.d. 54V (13.5V pr. geymi). Ekki skiptir máli hvort kerfið er vinnukerfi, það kerfi sem lægra er still ræður ferðinni – hitt kerfið tekur við ef vinnukerfið bilar. Tvö auka-sett af einingum eru til staðar ( í herbergi IE) ef eining bilar (plug-and-play). Sjá nánari lýsingu á Pott-Kút stýrikerfi til frekari upplýsinga.

Blái kassin í búrinu er 3KW spennu-umbreytir (48V jafnstraum í 220V riðstraum) sem nota má fyrir rafmagnsofn, örbylgjuofn, ryksugu og fyrir öll venjuleg 220V smátæki (ísskápa, hlaða síma, tölvur o.s.frv). Umbreytirinn getur tímabundið notað meiri orku en rafveitan (túrbínurnar) getur útvegað, og er rafgeymasett notað til að útvega þá umframorku sem þarf hverju sinni. Við venjulegar aðstæður er geymasettið einfaldlega í hóflegri hleðslu.

Markvisst er er stefnt að einföldun – þó vafalaust verði aldrei hægt að komast að lokamarkmiði sem gæti þó verið að aðeins þyrfti að kveikja á einhverjum höfuðrofa þegar komið er í húsið. En – við verðu að eiga draum – ef hann á að rætast ……….

Raf: Kerfishlutar

18. ágúst 2020

Hér er valið að fjalla um allt sem snýr að rafmansframleiðslu og notkun í heild, þannig að inntakslón í Bæjardal og lögn að túrbínunum kemur með forskeytið “Raf:”, og umfjöllun hér, þó þetta hafi áður fallið undir vatn. Umfjöllun er klippt í parta. Þannig verður fljótlegt að finna það sem þarf að kynna sér, og auðveldar það endurskrif án þess að umskrifa allt.

Raf: Uppistöðulón í Bæjardal

31. ágúst 2022

Nýtt: Um sumar 2022 voru inntökin orðin tvö í lóninu. “Okkar” er þetta sem sést á mynd, en hið nýja er ofar, með grennra frárennslisrör. Neysluvatn ?

Vatnsinntak er uppi í Bæjardal í hliðarlóni við Bæjará. Mismikið vatn er í ánni, allt frá of miklu í leysingum á vorin og fyrrihluta sumars, í full-lítið seinni hluta sumars ef ekki rignir sæmilega. Í leysingum er mikið af mosatægjum á ferð sem sogast að inntakssíunni, götin teppast og túrbínur fá minna vatn.

Á áliðnu sumri getur vatnsborð lækkað og sían sogað loft. Við það snarminnka afköst rafveitunnar og heilmikil læti verða við túrbínurnar þegar loftvasar ná þangað. Þá er best að skrúfa fyrir aðra túrbínuna, sem helmingar vatnsþörfina, en síðan þarf að fara í stígvélum og með skóflu upp í “lónið” til að lagfæra ástandið. Vatnið er helv…. kalt og því gætu þykkir olíuglóvar komið sér vel.

Þrennskonar vandamál eru algeng: Sía hálfstífluð af mosatægjum (skafa frá), of lítið vatn rennur inn í lónið (færa til steina í ánni til að beina meira vatni í það) eða frárennsli stíflunnar hefur aflagast, sem veldur lágu vatnsborði (laga og hækka stíflu-frárennsli).

Allir sem fara upp í Bæjardal ættu að kíkja á inntakið og hreinsa af því ef þess þarf. Einnig að athuga hvort stíflan haldi og vatnsrennsli inn í lónið sé í lagi. Þeir sem dvelja í Atlatungu þurfa að minnast oft á þetta.

ATH: Ef vinna þarf við inntakið þyrlast gjarnan upp drulla sem fer niður lögnina ef rennsli er í gangi. Þess vegna ætti hvorki að nota neysluvatn á Atlastöðum né brunaslöngu í Atlatungu fyrr en drullu-tappinn hefur runnið gegnum túrbínurnar.

Raf: Lagnir að túrbínum

9. ágúst 2020

Lögn frá inntaki að túrbínum er svört plastpípa 15 cm að innanþvermáli og er ca 800m löng (625m bein lína, en lögnin liggur ekki beint).

IMG_1050

Rörinu var að mestu komið í svörð og sést lítið nema næst túrbínunum ofan í læknum. Rafmagnskaplar og vantsslanga  að Atlatungu sjást ekki heldur. Hljómar einfalt og auðvelt – en var það örugglega ekki. Lengd rörsins og þvermál samsvarar því að rúm 14 tonn séu í því á hverjum tíma.

Fyrstu ár eftir að túrbínurnar komu, var farið upp í Bæjardal og slangan tekin úr inntakslóninu þegar gengið var frá fyrir vetur. Það fraus alltaf einhvers staðar í rörinu – og því er nú haft minnkað streymi um vetur. Reynt er að stilla vatnsmagnið í um fjórðung af hámarksstreymi., stýrt með krana á neðri enda slöngunnar (sbr. myndir).

IMG_1055

Lögnin er mjórri síðustu metrana, og skiptist í tvennt við túrbínurnar. Tvær hliðarlagnir koma frá mjókkuninni. Önnur er fyrir neysluvatn á Atlastöðum (þar er þrýsingsminnkari) en hin liggur að Atlatungu og er notuð sem slökkvislanga, til að kæla pottinn eða vökva. Þrýstingur er yfir 8 bar, og kúlulokinn á enda slöngunnar við Atlatungu veldur vandræðum: Hægt er að skrúfa snöggt fyrir vatnið, sem veldur gífurlegum þrýstingstoppi sem jaðrar við að sprengja slönguna. Þarna þarf að vera “skotloki”, þ.e. skrúfaður krani sem er seinvirkur.

Raf: Túrbínur (Rafstöð)

9. ágúst 2020

Undir hjallanum ca. beint fyrir ofan Atlastaði þverar stigi læk sem vísar að Atlastöðum. Á stiganum er vatnsheldur krossviður með ferhyrndum götum undir kassalaga húsi á lömum. Þarna eru tvær túrbínur sem framleiða rafmagn sem leitt er um kapla undir hús í Atlatungu.

IMG_1051

Rafstöðin samanstendur af tveimur sjálfstæðum túrbínum (gerð?) sem koma frá Kanada. Aðrennsli í hvora er hægt að stilla sjálfstætt með krana. Hvor túrbína er með 2 spíssa sem beina vatninu á spaðahjól. Spíssarnir eru kónískir og úr plasti, og er spíssastærðin “stillt” (ákvörðuð) með því að saga framan af hverjum spíss. Þvermál gatsins í hverjum spíss ræður stærð vatnsbununnar og þar með hraða hennar m/v þrýsting í lögninni. Það er ekki hægt að minnka spíss eftir að hann hefur verið settur á tiltekið þvermál, til þess þarf að kaupa nýja spíssa.

Mynd að ofan sýnir að túrbínunum er fest þannig að þær eru “speglaðar” – tengibox utan á þeim vísa frá hvoru öðru. Kaplarnir sem koma upp úr þessum boxum – fara í mínusinn (kapall fjær Hjallanum). Athugið að önnur túrbínan er með lengri rafmagnskapla og fer sú í gatið sem er fjær festingunum við jarðstrengina.Þarna sést líka “U-rör” og hvernig vatnsslangan er tengd við það. Rauðu kranarnir breyta snúningshraða og hægt að breyta hvorri túrbínu fyrir sig.

Upphaflega var aðeins ein túrbína, og var heppileg stærð spíssa fundin með prófunum (ca. 9 mm) til að hámarka afköstin m/v fallhæð og þvermál vatnlslagnar. Þegar annari túrbínu var bætt við voru spíssarnir settir í sömu stærð, sem varð til þess að vatnsnotkun er óþarflega mikil með báðar túrbínur á fullu. Hámarksnýting næst ekki. Það er ekki frágangssök, það er bara í köldustu veðrum sem nota þarf full afköst. Þegar ein túrbína er á fullu fást ca. 1100-1200W, en þegar báðar eru á fullu bætast ekki við nema 800-900W.

MIKILVÆGT: Túrbínur mega ekki vera í gangi nema rafmagn sé leitt burt. Rafgeyma SKAL tengja ÁÐUR en túrbínur eru ræstar. Hins vegar má stoppa túrbínur þó þær séu tengdar við geyma. Það er í lagi að nota rafmagn frá geymum um stund þó túrbínur séu aftengdar eða stopp – en athugið að það er 48 Volta straumur að koma frá geymunum eftir kaplinum í slöngunni.

Hvort sem farið er til að setja túrbínurnar niður eða taka heim er þæglilegast að flytja þær á BobCat bílnum. Með í för þarf:  Lítinn skiptilykil, stóra rörtöng, keðjutöng (töng með keðju sem nær utan um stór rör) og 8 skrúfur sem festa túrbínurnar í öllum hornum.

Túrbínurnar eru með því síðasta sem fer inn í Atlatungu að hausti, og því fyrsta sem fer út að vori. Það er því engin ástæða til að rogast með þær upp, heldur eru þær látnar á pappa eða plast á gólfi neðri hæðar.

VETRARLOKUN: 

1) Fyrst þarf að loka fyrir vatnsrennslið að túrbínunum.

2) Skrúfið innrennslisrörin af  (U-ið þar sem vatnið inn greinist í tvennt) með keðjutönginni. U-rörið fer í Atlatungu.

3) Losið svörtu rafmagnskaplana af festingum og setjið rær og skífur aftur á.

5) Losið festingar túrbinanna við pallinn – 8 skrúfur – og takið með í Atlatungu. Þær á að geyma

6) Takið túrbínurnar og setjið með U-rörinu og verkfærum á BobCat bílinn.

7) Lokið kassanum –og fergið

8) Farið með túrbínur og U-rör inn á gólf á neðri hæð og leggið á plast eða pappa – þannig að vatn sem e.t.v. er enn í þessu þorni auðveldlega og skemmi ekki parket.

Við sumaropnun er þetta gert í öfugri röð – en þó þarf að tengja rafgeymana áður en vatni er hleypt á túrbínurnar.

Raf: Raflögn að Atlatungu

9. águst 2020

Ál-háspennustrengur flytur 48V orkuna frá rafstöð að geymasetti undir húsinu. Plús-strengurinn er þræddur í gegnum plaströr til að einangra hann, en mínus-strengurinn er ber.

Kapallinn sem er nær Hjallanum er plúsinn. Annar strengurinn er í slöngu til að hindra samslátt.

Raf: Geymasett undir húsi og geymamælar

2. sept. 2020

IMG_1073

Fjórir raðtengdir 12V rafgeymar eru utanhúss (undir búri) til að útvega tímabundna umframorku fyrir 220V umbreytinn ef notkun hans verður meiri en túrbínurnar útvega m/v stillingu þeirra hverju sinni. Geymarnir duga marga klukkutíma þó ekkert komi frá rafstöðinni við venjulega notkun á 220V (ísskápar, hleðsla farsíma/fatölvur) en eitthvað skemur ef t.d. örbylgjuofninn er notaður.

Rafgeymarnir eru viðhaldsfríir, og á ekki að bæta vökvum í þá. Hins vegar eru þeir viðkvæmir fyrir of mikilli spennu. Rafgeymir sem er gefinn upp sem 12 Volt, á að þola meiri spennu en það – og á meðan hann er að hlaða sig getur spennan verið um 14 Volt.

IMG_1036

Fjórir voltmælar eru í kassa við hlið töfluskápsins. Þeir sýna spennuna á hverjum geymi, og er mikilvægt að þeir sýni svipaðar tölur (+/- 0.1-0.3V). Þá er geymasettið í jafnvægi. Ef meiri munur sést milli geyma þarf að nota “fljótandi” hleðslutæki til að hlaða inn á geymi sem stendur lágt. Halli/Örn fylgjast með þessu og jafna geymasettið ef þess þarf.

Spurning ? Vetrarlokun: EFTIR að  búið er að stöðva túrbínurnar þarf að taka annan “skóinn” af hverjum rafgeymi til að stöðva það að rafmagn fari í það að hita elementin í heita pottinum. Til öryggis þarf að kíkja á spennumælana í búrinu og sannfæra sig um að allir mælar  séu dottnir út.

Spurning ? Getur hleðsla á geymunum orðið of mikil? Ef svo – hvað er þá til ráða?

Raf: Umbreytir, 48 VDC í 220VAC

8. ágúst 2020

Stór blár kassi sem skrúfaður er á vegginn undir búrglugganum breytir 48V jafnstraum í 220V riðstraum (venjulegt heimilisrafmagn). Hann afkastar allt að 3KW, en slær út við yfirálag eða ef kerfisspennan fer mikið undir 48V. Hann fer sjálfkrafa í gang aftur þegar undirspenna eða yfirálag hættir.

Dæmi: Litla gráa ryksugan notar 1400 W, og umbreytirinn slær gjarnan út efti ca. 5
mín. ryksugun. Þá er bara að taka pásu þar til umbreytirinn hefur kólnað og kemur inn aftur. Þar sem umbreytirinn afkastar 3 KW en rafstöðin aðeins 1-2 KW eftir stillingu, kemur oft fyrir að umbreytirinn noti meiri orku en rafstöðin skilar hverju sinni. Þetta kemur ekki að sök, geymasettið útvegar þá umframorku sem þarf.

Í vinnslu Raf: Pott-Kút stýrikerfi

30. ágúst 2020

Með því að lesa af Voltmælum – oft á dag – rölta svo að túrbínunum og breyta rennsli til þeirra – má haldið spennu í einföldu kerfi á skilgreindu bili. Myndum við nenna að auka rennslið t.d. ef á að ryksjúga húsið – og skrúfa svo aftur niður þegar það væri búið. Er ekki augljóst að það væri ljúft að hafa stýringu í gangi.

Tafla sýnir elementin í heita pottinum og kútnum undir palli. Samtals afkasta þau 2250 W. Ryksuga tekur 1400 W – og svo eru það ísskápar, ljós, smátæki og svo framvegis. En – túrbínurnar framleiða í besta falli 2000 W!

Element Heiti Potturinn (Pott)Kútur undir palli (Kút)
1500 Wött500 Wött
2500 Wött250 Wött
3250 Wött
4250 Wött

Upphaflega ætlaði Halli að mæla straum sem kerfið var að vinna með en það reyndist snúið. Einfaldara var að vinna bara með tvær breytustærðir: Kerfisspennu (SysVolt) og Kjör-spennu (NomVolt).

Kjörspennu setur maður einu sinni með snertitökkum á skjánum, og kerfið eltist svo í sífellu við að halda Kerfisspennunni sem næst Kjörspennunni með því að minnka eða auka álagið (orkuna) sem er sett á elementin.

Ef enginn er í Atlatungu og heiti potturinn þarf innan við 500 W til að viðhalda 38-42 °C hita, þarf að gera eitthvað við þessi 15-1600 W sem gætu verið afgangs. Þá er ekki hjá því komist að skrúfa niður í túrbínunum, eins og rætt er neðar.

Stýring gengur út á að koma í veg fyrir of mikla spennu í kerfinu enda getur slíkt eyðilagt allt kerfið. Munið að túrbínur mega aldrei vera í gangi nema rafmagn sé leitt frá þeim.

Stýringin beinir umframorku í rafgeyma og í upphitun vatns.

Stýringin getur sótt auka orku í rafgeyma og því er hægt að stýra því að nota megi meira en 2000 W um tíma með því að sækja í geymana. Vinnuhringur stýringarinnar er svona:

  1. Bera saman kerfisspennu (SysVolt) og kjörspennu (NomVolt)
  2. Munur segir til um hvort þurfi að auka eða minnka orkunotkun
  3. Bæta við eða minnka orku á því elementi sem verið er að stilla
  4. Skoða hvaða áhrif breytingin hafði með því að fara aftur í fyrstu línu (LOOP)

Ef element (sjá töflu) bilar verðu engin breyting á Kerfisspennunni þó meiri og meiri “orka” sé sett á það. Þegar bilaða elementið er komið í 100% gengur kerfið á næsta element í röðinni til að halda Kerfisspennunni í skefjum.

Kúturinn tekur við rafmagni ef öll element í Pott eru fullnýtt, eða element í pottinum bilar. Ef element bilar (hættir að gleypa orku) þarf kerfið að setja orku á næsta element í röðinni til að halda kjörspennu þar sem hún á að vera. Bilaða elementið sýnir 100% því setur fulla spennu á það, engum til gagns.

Raf: Aflestur af skjám í búri

18. ágúst 2020

Á innanverðri skáphurð töfluskápsins vinstra megin við gluggann í búrinu, eru tveir litlir skjáir, “1” og “2”. Þar sjást upplýsingar um ástand kerfisins. Halli hefur umsjón með þessu kerfi. Þarna er tvöfalt stýrikerfi. Ef annað slær út á hitt að taka við. Gengið er út frá að kerfið sé í lagi og keyrandi þegar komið er að lokum dvalar. Þú ert að fara, og ekki er vitað hvenær einhver kemur. Þú þarft því að ganga frá húsinu, og þar á meðal að hægja á túrbínunum

Hér skipta tvær neðslu línurnar öllu. Neðsta sýnir að tvö element eru í stálkút undir pallinum en að engin orka er að fara í þau. Næst neðsta línan sýnir að það eru fjögur element í heita pottinum og element 1 er að fá 100 prósent af þeirri orku sem það afkastar en element 2 er að fá 88%. Element 1, á fullum afköstum virðist nægja til að halda hita í heita pottinum í 40°C, og í lofthita um 10°C gæti það verið aðeins of mikið. Þetta á þó aðeins við ef ekki er verið að nota rafmagn í annað.

Þegar á að yfirgefa húsið þarf að loka annari túrbínunni. Til þess þarf að snúa um 5 heila hringi á krananum við þá túrbínu. Síðan þarf að skrúfa eitthvað niður í hinni líka – og þá er best að einn sé við túrbínurnar og annar við skjái í búri (báðir aðilar með talstöðvar) – og svo þarf að stilla element 1 þannig að orkan lesin af skjánum sé á bilinu 80 – 95 % – allt annað á að sýna núll. Enginn ætlast til þess að hitt sé á að potturinn haldist í 40,00 °C svo vikum skiptir ef enginn kemur. En óskastaðan er að hiti fari ekki mikið yfir 42 °C (fljótlegt að kæla með vatni úr brunaslöngunni) og líka að hann fari ekki mikið niður fyrir 38°C (tekur einhvern tíma að ná hita í 40-41 °C sem flestir vilja hafa).

Eigendur Atlatungu vilja gjarnan að fastagestir í Fljótavík fari í heita pottinn þó enginn sé í Atlatungu og húsið læst. Fastagestirnir þekkja reglurnar um að fara í útisturtuna fyrir notkun – og þeir láta F19 vita ef eitthvð er að.

Raf: Skráning frá litlu skjáunum í búrinu

9. ágúst 2020

Til að halda góðri stýringu á rafmagnsframleiðslu er ráð að skrá öðru hvoru hvaða gildi eru lesanleg af skjá í búrinu og hitamæli sem flýtur í heita pottinum. Best er að skrá skömmu áður en farið er í pottinn. Vaninn er að kíkja fyrst á pottinn – lesa hitann – og meta hvort hann sé hæfilegur. Skráið þessa tölu á blað í búrinu. Ef mælirinn segir yfir 42°C þarf örugglega að kæla – og því gefur þessi hiti vísbendingu um að næg orkuframleiðsla sé í gangi, án þess að endilega þurfi að breyta túrbínunum. En skráið líka hvaða orka (gulu dálkarnir) er að far í elementin.

Stundum er augljóst af hvorum skjá á að lesa því tölur virðast “út úr kú”. En stundum er þetta ekki ljóst því báðir skjáir sýna einhverja orku en þeim ber bara ekki saman. Þá er reglan sú, að bera saman gildin í línunni NomVolt (kjörspenna) og skrá frá þeim skjá sem sýnir lægra gildi því það stýrikerfi ræður ferðinni hverju sinni. Settið sem er stillt á örlítið hærri spennu (1V hærra) tekur við ef virka settið bilar.

Bláa yfirskriftin “Skjár” vísar til þess af hvorum skjánum mælingar eru lesnar. Gula yfirskriftin vísar til þess hversu mikið hlutfall af getu elements var í notkun – og í gulu dálkana er skráð áður en nokkur breyting er gerð. Aðeins er skráð undir bleiku yfirskriftinni ef farið hefur verið að túrbínum og flæði þar breytt. Tölur sem skráðar eru undir bleikri yfirskrift ættu að vera þær sömu og myndu vera skráðar undir gulri yfirskrift næst þegar þar er skráð. Ef ekki – og enginn hefur hreyft við krönunum á túrbínunum, myndi frávik skýrast af breyttu flæði frá inntakslóni (meira eða minna vatn þar – eða gróðurstífla)

Raf: Gaumljós yfir búrhurð

9. ágúst 2020

Vantar lýsingu

Raf: Ísskápar

24. ágúst 2020

Einn af fjórum ísskápum notar 12V og er sérstakur “48V í 12V” spennugjafi notaður til að reka hann. Hinir 3 ísskáparnir nota venjuleg 220V. Ef umbreytirinn (blái kassin) slær út hætta þeir að vinna meðan það ástand varir.

Spurning: Hvor skápanna í búri er 12 Volt ?

Raf: Ljóslagnir

24. ágúst 2020

Öll loftljós eru 12V LED, rekin af sérstökum “48V í 12V” spennugjafa í búrinu (samskonar og sá sem rekur 12V ísskápinn). Veggrofar eru í hverju herbergi. Rofar yrir loftljós í stofu eru á hornskápnum. Lesljós yfir rúmum eru venjuleg 220V LED-ljós með innbyggðum spennugjafa og snúrurofa (er þetta rétt munað?)

Raf: 220 V tenglar

24. ágúst 2020

Í hverju herbergi og stofu eru venjulegir tenglar fyrir 220V tæki (hleðslutæki, ljós, ofna). Engir 220V tenglar eru á svefnlofti.

Raf: 12V kerfi & sólarsella

20. júlí 2022

Tveir stakir 12V geymar eru samtengdir til að útvega 12V fyrir tæki eins og síma og router, vatnssíu fyrir pottinn, pott/kút hitamæli og bílainnstungur. Annar geymirinn er í búrskápnum en hinn undir húsi, við hliðina á stóra geymasettinu. Þegar túrbínur eru í gangi er 220V hleðslutæki notað til að útvega 12V fyrir þennan hluta kerfisins.

Sumarið 2022 var rafgeymir endurnýjaður í búrskáp með stærri 105Ah Vetus neyslugeymi, fyrir hæga hleðslu. Einnig var skipt um sólarcellu á suðvesturgafli. Sú nýja hefur sjálfstæða 10A hleðslustýringu, sem auðveldar hugsanlegar viðbætur. Tvö hleðsluúttök – eitt venjulegt USB og annað USB-C. USB hleðslu tengi með innbyggðum Volt mæli, sem sýnir stöðu geymisins (t.d. 11,8 V ef hann er tómur og 12,6 V ef fullhlaðinn).

Raf: Þekkt vandamál

9. ágúst 2020

Stíflur eða vantsskortur

Stærð spíssa

Raf: Rafmagnsofnar

8. ágúst

Fyrstu ofnar voru heimatilbúnir með 48 Volta elementum, líkt og eru í heita pottinum. Leki og annað flýtti því að rafkerfinu var breytt í 220 Volt. Nokkrir rafmagnsofnar eru í húsinu – einn stór (500W) sem oftast er undir eldhúsborði – og nokkrir 250W sem oftast eru uppi á lofti í geymslu – ekki tengdir við neitt. Yfir hásumar er 500W ofninn nægjanlega öflugur. Í kuldaköstum gæti þurft að hita í herbergjum – en reynt er að hafa slökkt á öllum ofnum að næturlagi. Á köldum morgnum þarf stundum að slá því saman að hita Jötul ofninn og brenna einhverju rusli, svona til að ná hitanum fljótt upp.


B” : breytist sjaldnar / ítarfefni


Fjarskipti: SIM kort í Router – í áskrift

08. jún 2021

GSM / GPRS router er í stóra skápnum í eldhúsinu. Venjulegur snúrusími er tengdur við hann. Símanúmerið er 692-3401. Kortið er áskriftarkort (Vodafon) í eigu Harðar Ingólfssonar og því getur enginn greitt inn á það nema Hörður.

Slökkvið á WiFi í tækjum við komu og virkjið aðeins ef þarf að fara á netið. Helst ætti að setja síma í Flight Mode. Munið að mörg smáforrit eru stöðugt að senda út fyrirspurn í “cosmosið” – “er nokkuð nýtt að gerast”? Jafnvel eru símar oft að uppfært stór forrit – og það má örugglega bíða á meðan dvalið er í Atlatungu

Fjarskipti: Router með SIM-korti – og WiFi

Huawei router – WiFi algjörlega opinn – nafn netsins Atlatunga – hver sem er getur tengst routernum – jafnvel úti á palli þó húsið sé yfirgefið ???

Fjarskipti: Loftnet fyrir símann

Frárennsli: frá vöskum og sturtu                                  

Yfirfarið 6.júlí 2019

Frárennsli vasks og sturtubotns  á salerni eru leidd niður úr gólfi og undir húsi að frárennsli eldhússvasks sem þar kemur inn í rörið. Saman rennur þetta að húshorninu og í skurði að rotþrónni. EN – þetta liggur síðan framhjá rotþrónni og beint í botnlausu bláu tunnuna sem er fjærst húsinu. Þannig er tryggt að sápur hafi ekki áhrif á rotnunarferlið í rotþrónni. (Og því skal ítrekað að ekki má nota sterk klósetthreinsiefni í salernið! )

Athugið –  að þar sem rotnun er langt í frá að vera eins mikil og hröð í frárennslistunnunni eins og í rotþrónni ætti að taka eins mikið af matarleifum og mögulegt er upp úr ristum eldhússvasksins og setja í viðeigandi sorpílát – þ.e.a.s. við megum ekki troða og merja sem mest niður í frárennsliskerfið – því það safnast saman í tunnunni og leiðir að lokum til þess að ekki síjast niður úr henni.

Fyrir vetur verður að hafa í huga að frá bláu tunnuni er yfirfallsrör niður fyrir barð. Við viljum forðast lykt og trekk, þessa leið inn í húsið. Allt vatn þornar fljótt í vatnslásum og þá er rakin leið fyrir trekk. Þess vegna er rétt að setja tappa í vaska og plast með fargi yfir stóru ristina í eldhúsvaskinum, þegar húsið er yfirgefið.

 Vetrarlokun: setja tappa í vaska og sturtubotn og plastpoka með fargi yfir stóru ristina í eldhúsvaski.

Frárennsli: frá salerni  

Yfirfarið 6.maí 2020

Skólp frá salerni fer beint niður úr gólfi í rör undir húsinu sem kemur svo út undir verönd og ofan í jarðveginn við suðvesturhorn hússins. Þaðan liggur rörið í smá sveig að rotþrónni. Það verður að leggja á það ríka áherslu að ekki má undir neinum kringumstæðum setja venjulegan salernishreinsi í klósettið, þar sem þau sterku efni sem þar eru, hægja mjög á eða drepa alveg gerjunina í rotþrónni.

Vetrarlokun: Reka alla á salerni og að því loknu skrúfa fyrir aðrennsli vatns í klósettkassann – bursta salernisskálina – sturta niður – og að síðustu ausa vatninu upp og troða svo plastpoka með wc-rúllu innan í – ofan í vatnslásinn til að hindra trekk um vetur.

Frárennsli: frá þaki

Yfirfarið 4.maí 2020

Þversnið af lokræsi

Vatn af þaki fer í niðurföll (við öll horn). Vatnið er ekki leitt að rotþró heldur liggja rör allan hringinn undir útveggjum í skurð við norð-austurhornið. Skurðurinn er tvöfaldur þannig að fyrst var rist fyrir honum í ca 30 cm breidd, og síðan annar mjórri um miðjan skurð. Vatn af þaki rennur um neðri skurðinn út í læk. Yfir neðri skurðinn voru settir flatir steinar og (1″*6″) fjalir, og síðan var tyrft yfir aftur – og nú sést ekkert. Svona fyrirbæri kallast lokræsi. Neðri skurðurinn getur fallið saman – svo ef flæðir út úr þakrennum – gæti þurft að opna skurðinn og  vinna verkið aftur. Vetrarlokun:   Á ekki við                    

Frárennsli: Rotþró

08. júní 2021

Þegar hugað var að frárennslismálum árið 1993 varð að nota hyggjuvit og finna lausnir. Sú lausn dugði vel, en 2015 var keypt alvöru rotþró, sem sést á myndum. Gamla kerfið er þarna enn, að mestu aftengt og verður til framtíðar, vinstra megin við núverandi þró, séð frá Atlatungu. Gamla kerfið sást ekki – en nú sjást – eða má finna stúta sem koma upp á yfirborðið.

Rotþróin er þrískipt. Fyrsta hólf er lang stæst. Þar hefst rotnun. Í fyllingu tímans flæðir seyran yfir í miðjuhólfið og loks í það sem er fjærst húsinu sem næstum tært steinefnaríkt vatn.

Loks rennur vatnið í gríðarstóra botnlausa tunnu, sem reyndar var lokapunkturinn í gamla rotþróarkerfinu. Þrepin voru áður 3 en eru nú 4.

Inn í botnlausu tunnuna, austan við gömlu rotþróna, þ.e.a.s. í um tveggja metra fjarlægð frá stútunum sem koma upp frá nýju rotþrónni, liggur gamla frárennslið frá vöskunum og sturtubotninum . Þetta vatn fer beint í tunnuna, fram hjá gömlu rotþrónni. Úr tunnuni er yfirfallsrör sem leitt er niður fyrir barð og í púkk rétt fyrir ofan flæðarmálið. Ef tunnan fyllist, getur lekið um rörirð niður í púkkið.

Fljótavík hefur verið í byggð – með gloppum – meira og minna frá landnámi. Atlastaðir voru byggðir 1969, en það var ekki fyrr en um eða eftir 1975 sem salerni kom í Fljót. Áður var í besta falli kamar. Að Atlastöðum þurfti oft að að leita að kamrinum, sem hafði fokið eitthvert um vetur. Svo var grafin hola á öðrum stað og kamarinn settur yfir hana. Nú eru rotþrær við alla bústaði.

Vatn: Aðrennsli neysluvatns frá lind að sandsíu

Uppfært 10.apríl 2020

Atlatunga sækir neysluvatn í lind í hjallanum fyrir ofan bústaðinn. Atlastaðir sóttu vatn í “okkar” lind – en tengja nú í rörið frá Bæjardal að turbínunum. Í því vatni er meiri sandur en í lindinni, og því heldur Atlatunga sig við hana. Í lindinni er lítil tunna sem safnar vatni. Þaðan liggur slanga eftir læk að húsinu en fer síðan í litla kassann sem er í grasinu undir efra húshorninu þeim megin sem gengið er inn. En – með þessu vatni kemur stundum sandur sem síja þarf frá.

Ef dregur úr rennsli neysluvatns, getur skýringin verið gróður inni í tunnuni og/eða stífla í boruðu götunum sem hleypa vatni inn í tunnuna. Þá þarf að opna stífluna, hreinsa gróður í burtu, og endurbyggja svo stífluna. Ein hugmynd, sem þó hefur ekki orðið að veruleika, er að vera með stórt rör sem hleypir vatni úr lindinn yfir stífluna – eða í gegn um hana . Tregða gæti einnig orsakast af miklum sandi í sandsíunni undir pallinum

Vatn: Sandsía fyrir neysluvatn

Uppfært 29. apríl 2020

Smávegis af sandi kemur frá lindinni í hjallanum. Sandsía er á dregara undir húsinu undir eldhúsglugganum. Farið er undir pallinn um stóra hlerann sem er í pallinum við eldhúsglugga/gasgeymabekk.

IMG_1060

Rennið áltröppunum í gryfjuna og hafið keðjutöng meðs.  Þegar niður kemur sjáum við nokkurn vegnin það sem er á myndinni ( mætti vera skýrari) . Hún er á Panorama sniði og spannar 180 gráðu sjónsvið. Til hægri sést ljósblár hringur og niður úr honum kemur gagnsær plastvasi með brúnuleitu filteri í. Skrúfið hólkinn af og hvolfið vatninu úr (ath. ekki má vera vatnsþrýstingur) .

Eftir að skrúfað hefur verið fyrir neysluvatnið þarf að taka filterið úr og láta allt vatn leka niður. Plasthólkurinn og filterið er sett inn og látið standa á plastpoka yfir stóra siktinu í eldhúsvaskinum. Þannig þornar þetta allt saman áður en þetta frýs.

Hvernig er gengið frá bláu sandsíufestingunni?  Plastpoki utan um>??

Vatn: Upphitun neysluvatns með gashitara

Upphitun: Viðarbrennsluofn

Uppfært 16.apríl 2020

Viðarbrennsluofninn, “Jötul 3“, kom hjá Blikkás-Funa árið 1994.  Hann er ekki lengur í sölu. Við leit á internetinu er ljóst að hann er vinsæll um allan heim, og virðast flestir ánægðir.

Atlatunga er vel einangruð. Oft er ekki þörf á að “kveikja upp”  heilu dagana, þar sem húsið hitnar í sól. Með rafmagnskyndingu er enn minni þörf á að kveikja upp, og yfir hásumarið er það helst gert til að fá sér stemmingu – og brenna rusli.

Þegar komið er að vori, getur tekið einhverja daga að koma rafmagnskyndingu í gott lag, og ef komið er mjög snemma getur brugðið til beggja vona með veður – og þá er gott að geta brennt einhverju í ofninum.

Athugið – að ekkert má liggja að glerinu – allt þarf að vera a.m.k 3 cm frá því!

Eldhólf hreinsað:    Áður en byrjað er á að hreinsa eldhólfið þarf að fullvissa sig um að allt sé kalt og engin glóð í öskunni. Þar sem ofninn er jafnvel meira notaður til að eyða brennanlegu rusli en til upphitunar með viði, safnast óbrennanlegir hlutir eins og álpappír og því um líkt í öskunni. Fjarlægið allt slíkt og setjið með óbrennanlegu rusli sem senda þarf til Ísafjarðar. Mokið síðan ösku í fötu og sópið loks ofan af hillunni fyrir framan eldhólfið og í kring um ofninn. Þegar öskufatan fyllist er farið með hana á bak við kolagrillið og öskunni dreyft í lækinn þar. Þess vegna skal ítrekað að ekkert annað en aska á að vera í fötunni.

Hreinsun á gleri í hurð:    Smám saman safnast sót á innanvert glerið og þá minnkar sjarminn við að horfa í eldinn. Auk sóts festast oftast einhver efni – oft plastefni – á glerið.  Glerið þarf að vera kalt fyrir þrif. Notið gluggasköfu til að skafa bletti af, og vætið svo eldhúsrúllublöð með uppþvottarlegi og nuddið yfir glerið með hringlaga hreyfingum. Það getur borgað sig að leyfa sápublöndu að liggja nokkrar mínútur á glerinu til að byrja með, en ef þetta er gert reglulega, tekur þetta bara örfáar mínútur. Ef dropar af sótblönduðu vatni lenda á gólfinu þarf að sjálfsögðu að hreinsa það.

Vetrarlokun:  Eldhólf þarf að vera hreint og lokað fyrir trekkgötin framan á hurðinni og efst undir hattinum.

On-Line : Leiðbeiningar með USA/Canada útgáfu af Jötul 3.

Upphitun: Söfnun eldiviðar og uppkveikju

Uppfært 11.apríl 2020

IMG_4263

Rekaviður: Fyrr á tímum fór allt skógarhögg þannig fram að eftir að tré voru felld og greinar skornar af var stofnunum fleytt niður ár og fljót að sögunarmillum. Eitthvert hlutfall af þessum stofnum slapp út á haf og rak svo eins og straumar lágu. Í dag er orðið meira um það að lagðir eru vegir um skóga og stofnar settir beint á flutningavagna sem keyra þá í myllurnar. Við sjáumþví mun minni reka á fjörum – en það kemur þó fyrir – og sá á fund sem finnur – og því er um að gera að ganga fjörur – og draga þann við sem finnst upp að Atlatungu.  Athugið að viður getur einnig fundist um allan ósinn og jafnvel fram (inn) fyrir Langanes.

Það getur skipt miklu að koma rekavið sem fyrst frá sjó. Notið keðjusögina til að saga stofnana í hæfilegar lengdir sem hæfa ofninum (t.d. mest 30 cm  ?? ). Ef þetta er gert í fjörusandinum, þarf að reyna að passa það að fá ekki sand í sagarblaðið. Færið bútana upp undir hólinn  fyrir neðan heita pottinum. Það má svo bíða eitthvað að högga bútana smærri ef aðstæður eru þannig. Bútar mega þess vegna liggja þarna á milli ára. Höggvið bútana smærra og raðið siðan undir verönd í hólfin tvö við eldhús- og stofuglugga.

IMG_4261

Hvönn:   Á vorin, þegar gróður er rétt að taka við sér, má sjá fjöldan allan af gránuðum hvannarstofnum. Safnið þessum hvannarstofnum, því vart gefst betri uppkveikja. Ef kveikja þarf upp í rökum rekavið er gott að geta sett kvönn undir til að ná upp hitanum – reyndar á það alltaf við þegar kveikt er í ofninum.

Ef ekkert finnst af viði þá taka bústaðir sig saman og sigla í Rekavík og draga stofna þaðan .

Pappír:   Safnið öllum brennanlegum hreinum pappír. Ef ekkert er kveikt upp um langan tíma getur verið ráð að fara með pappír upp og geyma til betri tíma – eða fórna á varðeldi.

Olíur og dýrafita:   Notuð (t.d. af steikarpönnu) eða þrá matarolía er eldsmatur. Svona löguðu er hægt að safna í tóma mjólkurfernu og brenna í ofninum þegar komin er glóð. Athugið þó að þetta má ekki vera í miklu magni í einu því þá getur ofninn hitnað helst til mikið.

Miðað við stærð hússins þá eru þetta allt of lítið hoggið fyrir Atlatungu!

Miðað við stærð hússins þá eru þetta allt of lítið hoggið fyrir Atlatungu!

Vetrarlokun:   Fylla eldiviðarkassa í stofu af viði og uppkveikjuefni. Fylla 5 pappakassa með viði og raða milli skorsteins og norðurglugga uppi á lofti. Keðjusög upp á loft og öll verkfæri frá höggstað inn í hús.

Upphitun: Eldiviðarsög

Hörður 3.maí 2020

Sögin ásamt viðeigandi smáverkfærum eru geymd í plastkassa uppi á lofti yfir vetur. Að sumri er þetta geymt í bekknum undir WC glugga. Sögin gerir nokkar kröfur: a) ekki saga trjáboli með miklum sandi/steinum eða járnnöglum. Það skemmir bitið í blaðinu. b) brýna má blaðið með þar til gerðri þjöl (rúnþjöl) og dassi af þolinmæði og lagni. Mæli með kennslustund hjá Ingólfi Eggertssyni skipasmið. c) Nýtt eldsneyti eða nýlegt og rétt blandað, 1:50 minnir mig, það stendur á brúsanum (SÖG og blöndunarhlutfall) – þekkt vésen að taka eða nota gamalt bensín sem staðið hefur heilan vetur, það sleppur oftast, en þetta er gott að hafa í huga þegar sögin er ræst.

Ræsing: Toga út innsogshnappinn, kveikja á litlum rofa á hliðinni (merktur on/off) sem setur kveikjuna í gang. Festa blaðið með því að ýta stóra plastflipanum fram eða aftur(man það ekki alveg) – leggja sögina á stöðuga undirstöðu t.d. trjábol á jörðinni og toga af krafti í togspottann sem ræsir sögina. Sögin fer ekki í gang við þetta. Hún vill láta endurtaka þetta oft og stundum lengi.

Á handfanginu er eldsneytisgjöf sem ýtt er á til að auka aflið, gott er að prófa að gefa söginni aðeins “inn” þegar togað er í spottann milli þess sem bölvað er hljóðlega því þetta er nú meira andskotanst draslið, tvígengismótorar sem ekkert er gert við allan veturinn og eiga að fara í gang eftir 10 mánaða stopp….. en gera það aldrei.

Svo alltíeinu, uppúr þurru rýkur sögin í gang en oftast aðeins í stutta stund. Þá er bölvað meira og togað meira. Þegar hún loksins hefur drullast í gang má byrja að saga….

Stundum þarf að taka kertið úr söginni, alveg eins hægt að byrja á því, þrífa það t.d. með bensíni og þurrka t.d með bréfi eða klút. Setja kertið í ræsa aftur. Viðgerðin fellst allteins í því að tíminn sem fer í að brasa við kertið hvílir upphandleggsvöðvana og aukinn kraftur kemur í togið og sögin rýkur gjarnan í gang!

Upphitun: Heitur pottur 

Sorp: Lífrænn úrgangur

Uppfært: 10.júlí 2019

Flestir vita hvað er lífrænun úrgangur – sem sagt, það sem fellur til úr jurtaríki og dýraríki við matargerð – þar með taldir afgangar eða það sem skorið er frá eftir að komið er á diskinn. Þetta er e.t.v. ekki nógu góð lýsing – dugar svona fyrst um sinn.

Undir eldhúsvaskinum er grænt, ferhyrnt ílát með loki. Ofan á lokinu stendur “Lífrænt”. í fötuna má aðeins nota poka úr maís – því þeir brotna niður í náttúrunni. Þegar margir eru í mat – má líka setja lífrænan úrgang í skál og þaðan í holuna – án þess að fara í maíspoka.

Til að tæma fötuna er er farið með hana niður fyrir barð. Vinstra megin (fjær Atlastöðum) ætti að finnast krossviðsplata með steinum ofan á. Undir þessu er hola. Hendið pokanum og því sem í honum er ofan í holuna, setjið lokið yfir og fergið. Holan gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Sorpa…. en e.t.v. er “maðkaveitan” lýsandi fyrir það hvernig náttúran gerir sér mat úr þessu. Vetrarlokun á ekki við.

Sorp: Brennt á varðeldi eða í ofni

Sorp: …. og annað sem flytja þarf úr Fljóti

Uppfært 10.júlí 2019


Öryggi: Reykskynjarar

Uppfært: 11.maí 2020

1Svefnh.1 (Bogga og Ingi)
2Svefnh.2 – NV-horn
3Svefnh.3 – NA-horn
4Eldhús
5Svefnloft
Allir nota 9 Volta batterí. Testið reykskynjarana – betra að gera það of oft en of sjaldan

Öryggi: Slökkvitæki

Uppfært 13.maí 2020

Tvö slökkvitæki eru staðsett vinstra megin við innganshurð í Atlatungu. Hvaða tegund (þurr – efna- vatn – ) af tæki og hvernig á að nota þau? Er kominn tími á yfirferð tækjanna. Væri rétt að kynna sér notkun þess á fyrsta degi dvalar í Atlatungu?

Öryggi: Gula brunaslangan

Uppfært 2. ágúst 2022

Fyrir framan inngang í Atlatungu, liggur (oftast) gul slanga. Á enda hennar er krani og stútur sem mjókkar fram. Vatnið kemur frá aðrennslisröri að túrbínunum (frá Bæjará). Þrýstingur í slöngunni er miklu hærri en á neysluvatninu. Þessi slanga er notuð til að kæla pottinn – og veitir sko stundum ekki af.

Mestu skiptir þó að hún er brunaslanga. Verði eldur laus, er hún öflugasti möguleiki okkar til að ráða við eld. Þá er nú eins gott að fullur vatnsþrýstingur sé í henni – og að fólk yfir höfuð hugsi um slönguna sem fyrsta val. Húsið er allt úr skraufþurrum viði og því getur hvert augnablik skipt máli – og – dvalargestir verða að minna sig á þessa slöngu, svo hún gleymist ekki ef þörfin kemur upp.

Þegar vatni er hleypt á gulu slönguna, þarf að forðast að hleypa vatni frá engu upp í full opið í einum rykk, því þá kemur mikið högg sem getur rofið hana, enda gríðarlegur þrýstingur þarna.

Flutningar: Flug

Uppfært 15.apríl 2020

Atlatungubúar hafa búið við þau þægindi að geta flogið milli Ísafjarðar og Fljótavíkur, nánast hvenær sem er. Og þó. Við þekkjum það mörg að hafa ákveðið að dvelja einhvern tíma, og gert plan um að mæta í vinnu á ákveðnum degi. Jafnvel eru aðrir að treysta á að við mætum svo þeir komist í frí. Þegar þannig stendur á, getur verið freystandi að fegra lýsingu á veðri og skyggni, í þeirri von að “sleppa”. En það getur verið svo rangt á marga vegu að gera það.

Ganga skal frá öllu “rusli” sem senda á með flugi (einnig drykkjaumbúðum) þannig að tryggt sé að ekki leki. Ef plastpokar eru notaðir skal nota 3 poka utan um “ruslið”, binda vel fyrir hvern og snúa því sem sneri upp í fyrri poka niður í næsta, á víxl.

Gætum við fengið punkta um það hvað þarf að athuga áður en beðið er um flug – eða hverju við þurfum að geta svarað ef flugmaður hringir og vill fá veðurlýsingu


Flutningar: Farartæki á landi

Flutningar: Bátar

Uppfært 7.maí 2020

Álbátur : Þegar ganga skal frá álbátnum fyrir vetur þarf fyrst að draga hann á þurrt og tæma allt vatn. Einnig fjarlægja allt lauslegt. Einfaldast er síðan að draga hann á BobCat bílnum upp að Atlatungu og stoppa með hann á milli heita pottsins og pallsins undir stofuglugga. Þá þarf að reisa hann upp á hlið (stjórnborðshlið), með stefnið í átt að Atlastöðum og þóftir að húsinu og leggja svo upp að hlið pallsins. Tveir fullorðnir geta síðan auðveldlega rennt honum upp á pall og staðsett líkt og sést á mynd. Báturinn er tiltölulega léttur og eins og risastór svifdiskur (Frisbee). Það er því gríðarlega mikilvægt að tjóðra hann vel og vandlega niður því hvassviðri gæti lyft honum að öðrum kosti.

Albaturfest

 Áður en festa skal bátnum, er ráð að renna stórum hlutum undir til geymslu yfir veturinn. Þarna er verið að hugsa um hluti sem má geyma utanhúss,  til dæmis árar og hlutir sem hafa verið dregnir heim að húsi – t.d. netakúlur. 

Á milli spela í pallinum eru grænir bandspottar, sem virðast fastir ofan í pallinum, en liggja þarna bundnir utan um dregara. Krækja þarf í böndin og draga upp og binda bátinn síðan í þessar festingar.

Þá þarf að finna fjórar langar skrúfur sem útbúnar eru með áföstum bandlykkjum (hvar eru þær geymdar).  Skrúfið þær niður í dregara meðfram borðum bátsins og strekkið síðan band yfir kjölinn (sjá myndir). Þessar skrúfur þarf ekki að skrúfa alveg í botn. Betra er að skilja ca 2 cm eftir fyrir ofan pallinn. 

IMG_1079

Kanó : Tæmið allt vatn og annað úr bátnum og berið hann upp fyrir Atlatungu. Báturinn á vetrarstað undir húsinu í því hólfi sem er næst Atlastöðum. Lengst til hægri í hólfinu varsérútbúinn sleði sem auðvelt var að draga út undan –  og renna undir húsið, með kanó á hvolfi. Þegar gengið var frá bátnum haustið 2013….. var sleðinn bara ekki þarna – og enginn veit hvað um hann varð. Því er bátnum nú rennt hús með kjölinn niður. Því má gera ráð fyrir að erfitt verði að ná honum út að vori ef innanborðs er vatn og/eða snjór. Þá er ráð að renna slöngubút í hann og koma rennsli af stað um hana.

Flutningar: Utanborðsmótorar

Hörður 2.maí 2020

Utanborðsmótorarnir eru tveir.

Rafmagnsmótor : Vorið 2014 var komið með utanborðsmótor sem notar hleðslubatterí sem orkugjafa. Sá er hlaðinn með litlu 12V hleðslutæki sem geymt er við rúmið hjá Ingólfi þar sem rafhlaðan hefur verið sett í hleðslu. Rafhlaðan er nokkuð stór, og er tekin af mótornum með því að aftengja frá mótornnum (stórt hringlaga tengi) og stjórnborðinu sem jafnframt er stýrishjandfang (lítið hringlaga tengi)  – (smeygt af með því að taka stórt appelsínugult splitti úr á hlið mótorsins).

Eftir að mótorinn er settur saman er ræst með einum takka á stjórnborðinu og þá er hann tilbúinn til notkunar. Tölvan í mótornum er með innbyggðan GPS þannig að skjárinn sýnir hraðann, og hvað margir kílómetrar eru eftir á rafhlöðunni – síbreytilegt eftir því hve mikið afl er notað.

Rafmagnsmótorinn hefur þann galla að vera með háan“legg” og því þarf sérsmíðaða “upphækkun” sem fest er á bátinn áður en mótorinn er festur. Mótorinn hefur hinsvegar þann kost að vera hljóðlátur og aflið mátulegt fyrir græna bátinn. Splittið í skrúfunni brotnar eiginlega aldrei ef hún rekst í botninn eða stein, heldur “slær” mótorinn út – hættir þá að ganga þar til hann er endurræstur eins og pc tölva sem er herfilega illa hannaður eiginleiki (sérstaklega í straumi eða vindi). Í verstu tilfellum hefur skrúfublaðið brotnað og lengi vel tók ár og daga að fá nýtt skrúfublað. Þetta er framtíðin.

Bensínmótor Everude  – kom ca árið 2016 og hefur reynst feykivel. Dettur alltaf í gagn og er með vel hannaða skrúfu sem nánast þolir allt. Bensínið er blandað 1:20 (líklega) með tvígengisolíu (1 hluti olíu útí 20 af bensíni).

Þegar mótorinn er ræstur kaldur þarf að toga takka út fyrir innsog. Ræsa mótorinn með togspotta, og taka innsogið af fljótlega af annars kafnar hann. Ofan á mótornum er lok fyrir bensíntankinn og á lokinu er snúningshnappur sem þarf að snúa til að opna fyrir loft inn í bensíntankinn. Mótorinn kæfir á sér eftir nokkurn tíma ef gleymist að opna þetta loftop.

Gott handfang er á mótornum til að bera hann milli staða. Enginn bakk gír, en hinsvegar er hægt að stoppa skrúfuna með handfangi á hlið mótorsins (ýmist “áfram” eða “hlutlaus” staða). Oftast best að setja í gang með skrúfuna hlutlausa. Alltaf að kalla hátt og snjallt “Clear” áður en hann er gangsettur….. í huganum í það minnsta.

Hægt er að stilla halla mótorsins með þar til gerðum takka á festingu hans, þannig að með því að halla honum fram hækkar skrúfan frá botninum, en missir einnig “grip” og gleypir meira loft. Þetta er lífsnauðsinlegur eiginleiki þegar farið er yfir grunnt vatn með grjótbotni, og þá er gott að láta samferðafólk vera frammí bátnum til að hann hækki upp að aftan og skrúfan rekist síður við botninni.

Ef mótorinn vill ekki í gang eru til 50 trix við því þar af vinsælast að taka lokið af honum, og hreinsa kertið (skrúfað úr með sér verkfæri). Annað trix er að losa bensínstíflu sem gæti verið til staðar. Eða skipta um eldsneyti, bensín sem er gamalt er oft handónýtt og best að nota til að kveikja í rusli.

Geyma skal bensínmótorinn uppi á lofti í Atlatungu yfir vetur og spenna á sérstakan búkka svo hann geti staðið þar í uppréttri stöðu. Rafmagnsmótornum er sama hvernig hann snýr, má liggja á gólfinu.

Flutningar: “Úti við sjó”

Flutningar: Stóru hlutirnir

Uppfært 15.apríl 2020

Í Atlatungu er ótrúlega mikið af alls konar tólum og tækjum. Hefð er fyrir því að allir í víkinni hjálpist að, og að greiði greiðist með greiða, eða gleymist. Hafið í huga, ef þið lánið eitthvað og því hefur ekki verið skilað þegar farið er, að punkta það niður á blað.

Að því sögðu er ekki nema sanngjarnt að við í Atlatungu gerum okkur grein fyrir því að BobCat bíllinn er í sameign allra bústaða í landi Atlastaða og Skjaldabreiðu.

Hvað bátana varðar telja Ingi og Örn þá vera í eigu Atlatungu – en sanngjarnt er þó að þeir yngri viti þetta, ef það kynni að bæta umgengni.

Bústaður/EigandiBobCat bíllAlucraft Kanó
Anítubær9 %
Atlastaðir28 %
Atlatunga18 %IngiÖrn
Bárubær9 %
Brekka9 %
Júllahús9 %
Lækjabrekka9 %Ási
Skjaldabreiða9 %

Undir húsi og í – eða undir – palli

Hlerar í pallinum  

Uppfært 18.maí 2020

Ekki er sjálfgefið að allir átti sig á því að það eru 5 lágréttir hlerar í pallinum við Atlatungu. Allir láta þeir lítið yfir sér og ef maður veit ekki um þá pælir maður ekki í þeim.

Hleri 1 er á milli glugga sem snúa til vesturs –alveg við vegginn. Hlerinn er á lömum og opnast upp að veggnum.  Niðri er eldiviðargeymsla. Á meðan viðarbrennsluofninn var eini upphitunarmöguleikinn var mikið lagt upp úr að safna eldiviði og þetta hólf var (að minnsta kosti sem markmið) , fullt af höggnum eldivið og uppkveikju. Að sjálfsögðu þurfum við öll að hafa í huga að safna öllu sem getur farið í ofninn – og hafa í huga hvar við værum án eldiviðar ef rafmagnskyndingin bilaði!

IMG_1057

Hleri 2 – sá stóri í miðjum palli við útidyr. Kroppa þarf í bönd sem eru á milli spela – toga þau upp – og lyfta öðrum enda hlerans – vanalega þeim sem snýr upp að hjallanum – og renna (samsíða hlið hússins – alls ekki þvert á húsið) inn á pallinn.

2014 var sett sérsmíðuð 300 lítra stáltunna í gryfjuna. Í henni er hitaeliment til að taka við yfirmagni af orku frá túrbínunum. Með því að hita vatnið þarna þegar lítil þörf er fyrir rafmagn að öðru leiti, er komið í veg fyrir að þurfa að hægja á túrbínunum.

IMG_1085

Mögulega gæti hlerinn fokið úr falsinum, en vegna þyngdar er það langsótt, –  en til öryggis þarf að skrúfa öll fjögur horn hans föst fyrir veturinn. Til þess eru notaðar langar tréskrúfur með ferhyrndum “blikkskífum” sem stilla á þannig að þær nái inn yfir samskeytin á milli hlerans og pallsins, eins og sést á myndinni til vinstri.

Niður um þennan hlera er svo líka farið til að sinna sandsíu fyrir neysluvatnið. Fyrir hefur komið að vatn hefur safnaðst í botn gryfjunnar. Hægt er að fá lánaða brunaslönguna á Atlastöðum og strekkja frá gryfju og niður undir ós – fylla síðan slönguna með vatni – stoppa rennslið með því að setja brot á slönguna – og dýfa efri endanum niður í vatnið og koma þannig sírennsli af stað.

Hleri 3 er við eldhúsvegginn alveg við sætisbekkinn þar. Þessi hleri er orðinn óþarfi eftir að hleri 2 kom, en fær að vera. Reyndar þarf að fara niður þarna til að sækja leita að lykli að húsinu ef hann hefur ekki komið með (því þá er stóri hlerinn skrúfaður niður)

Hleri 4 er í bekknum milli eldhússglugga og útihurðar. Undir honum eru gaskútar – tveir í notkun og pláss fyrir þann þriðja.

Hleri 5 er í hinum bekknum – undir baðherbergisglugganum. Ofan í honum er vélsögin geymd í lokuðum sérsmíðuðum plastkassa (á sumrin – uppi á lofti um vetur), og þarna er upplagt að geyma stígvél sem ekki eru í daglegri notkun.

Vetrarlokun:      Skrúfa hlera 2 fastann. Er eitthvað í bekkjum sem á að fara inn (t.d. vélsög) – gaskútar fara ekki inn – en tómir kútar þyrftu að fara til Ísafjarðar. Fara yfir að allir aðrir hlerar séu spenntir þannig að þeir opnist ekki í hvassviðrum.

Skráning: Veiðidagbók

Skráning: Gestabók

Skráning: Ættartal – bara “on-line”

Glósur til úrvinnslu

130820

Veðurstöð,….. hvað þarf að gerar hér

Flugradíó,…….

Búrskápur,

Eldavél,

Skorsteinn….. hreinsa sót?

Slátturorf, – hvar geymt yfir vetur – hvernig er bensínið blandað

Ísskápar og kælibox, slökkva á með góðum fyrirvara því það þarf að hreinsa klaka og þurka

Í ágúst 2020 fór fram smá umræða meðal “k1” og frá þeim umræðum má taka eftirfarandi hugmyndir:

  1. Skoða það að fjarlægja neðri ísskápinn í Búrinu (220 V) – þar sem hann er lítið notaður. Tillagan var reyndar að fjarlægja báða í búrinu, en á það er bent að sá efri er 12 V og sá eini sem gæti virkað ef Ohmformerinn væri óvirkur.
  2. Hugsanlega mætti þá fara með annan hvítu ísskápanna inn í búr í staðinn
  3. Skoða það að fjarlægja sófa (annan eða báða) í kvistinum uppi.
  4. Tillaga um gott tvíbreitt rúm í kvistinum í staðinn
  5. Henda öllum púðum sem eru úr kurluðum svampi.
  6. Kaupa almennilega svæfla
  7. Athuga með þráðlausan síma í stað snúrusíma.
  8. Fækka svampdýnum
  9. Stofna bankareikning (þannig að gestir geti greitt fyrir gas og annað og einnig til að þar myndist raunupplýsingar um kostnað við rekstur, sem til þessa hefur að mestu verið greiddur af IE)

Flytjið PDF-afrit af Handbókinni í t.d. síma

23.ágúst 2020

iPhone / iPad : Tryggið tilvist “Books” appsins í Apple græjunni og iTunes í tölvu. Veljið Print (ekki PDF) neðst í Handbókinni og “prentið sem PDF” . Vistið þar sem þið finnið þetta í tölvu. Sendið síðan sem viðhengi frá tölvunni á ykkar eigið netfang og opnið í póstforriti í síma (t.d. Gmail). Sendið þaðan innan græjunnar í Books appið …. og opnið Handbókina þar.

Print Friendly, PDF & Email

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA