Upplýsingaskilti á Bolafjalli

Þessi síða er dæmi um hvað getur gerst þegar maður heldur sig vera að gera eitthvað sniðugt – og sjá svo, eftir yfirlegu – að vinnan var óþörf, eins og tilfellið er með þessa síðu, því þið fáið að hluta til betri upplýsingar en farið var af stað með, með því einu að velja hlekkinn sem er í neðstu setningunni síðunnar. Það mætti alveg eins eyða síðunni – og það verður e.t.v. gert síðar – og benda eingöngu á nefndan hlekk. En til að byrja stendur þetta svona svona:

Í byrjun september 2014 fór ritsjóri að rælni upp á Bolafjall. Hann vissi svo sem fyrir för að skyggnið væri afleitt – bæði þoka “fyrir norðan” og rigning og hvasst á fjallinu, þannig að varla væri hægt að ná nothæfum myndum frá svæðinu fyrir norðan Djúp,

Þegar keyrt er upp fjallið er farið fram hjá merkingum sem vara við mið-, lang- og örbylgjuútsendingum og sérstaklega við að snerta eitthvað sem gæti þá valdið brunasárum og verið lífshættulegt eða hið minnsta valdið skaða á líffærum.

En þarna stendur líka stórum stöfum að svæðið sé í umsjón Landhelgisgæslu Íslands. Reyndar má á öðrum stöðum finna merkingar um fyrri tíma, þar sem svæðið var í umsjón annarar stofnunar sem nú er ekki lengur til, nema sem deild hjá Landhelgisgæslunni.

Það kom skemmtilega á óvart að sjá feikilega áhugavert örnefnakort úti á fjallsbrún. Á kortunum má meðal annars sjá fjallstinda í Fljótavík og einnig ljósmynd sem sýnir hvað maður getur séð víða frá þessum bletti, þegar skyggni er gott.

ATH: Hægt er að stækka myndirnar með því að fara með bendilinn inn á þær – og “klikka”

Bolafjall 2bAð sjálfsögðu tók ég myndir af skiltinu og er nú búinn að kroppa þetta aðeins til. Eins og sést eru rigningardropar á efri myndinni.   Örnefni á efri myndinn eru lituð svört ef á að grilla í staðina frá Bolafjalli en ef þau sjást ekki eru þau lituð blá.

Fyrir neðan er mynd sem sýnir hvernig ljósmynd og teikingu með örnefnum hefur verið stillt upp þannig að auðvelt er að finna nöfn kennileita. Aðeins er svæði sem tengist Fljótavík sýnt – það gefur auga leið, – en þarna hefur verið virkilega vel staðið að hlutum.

Bolafjall 1

Þar sem ritsjóri leitast ætið við að birta ekkert frá öðrum nema að fengnu leyfi, hafði hann samband við Landhelgisgæsluna sem vísaði erindinu til Bolungarvíkur, og þaðan fékk ég þennan texta:

“Varðandi fyrirspurn þína um skiltið á Bolafjalli, þá er það Samgöngufélagið sem stendur að skiltinu og mennirnir að baki skiltisins eru Guðmundur Ragnarsson og Jónas Guðmundsson” og erum við sammála um að leyfa þér að nota hluta úr skiltinu eins og þú óskar eftir.

Ritstjóri kann þeim Guðmundi og  Jónasi bestu þakkir fyrir og vill benda öllum á að skoða heimasíðu Samgöngufélagsins, www.samgongur.is. Skiltið á Bolafjalli er einkafamtak þeirra, enda fannst þeim augljóst að þarna vantaði svona upplýsingar. Þeim sýnist sem fólk sé farið að stoppa lengur á fjallinu – við skiltið – og spá í og benda á hvað sé nú hvar. Skiltið munu þeir hafa sett upp í júlí 2014. 

Skoðið líka  um skiltið á umfjöllunþeirra eigin vef, því þar má sjá allt kortið í heild sinni í mikilli upplausn.

Ásgeir

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA