Stofnfundur

Uppfært 3.júlí 2019

Auglýsing um stofnun Veiðifélags Fljótavíkur:

Þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl 17:00 verður opinn stofnfundur Veiðifélags Fljótavíkur haldinn að (heimilisfang fjarlægt – áá) . Meðfylgjandi fundarboðinu eru drög að stofnsamþykktum sem undirbúningshópur að stofnun veðifélagsins hefur tekið saman. Tilgangur félagsins er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna. Félaginu ber einnig að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfssemi skaði lífríki þess.

Veiðiréttarhafar eru allir landeigendur sem eiga veiðirétt í Fljótavík.

Stofnun félagsins telst fullgild ef 2/3 veiðiréttarhafa samþykkja stofnskrá félagsins.

Fundarboðið er sent út í ábyrgðarpósti til allra þekktra landeigenda samkvæmt skrá sem tekin hefur verið saman eftir bestu fáanlegum upplýsingum. Landeigendur eru eindregið hvattir til að mæta eða senda fulltrúa sinn á fundinn.

Fyrirhugað er að hafa dagskrá stofnfundarins sem hér segir:

1) Setning fundar

2) Kosning fundarstjóra

3) Drög að stofnsamþykktum Veiðifélags Fljótavíkur lagðar fram til umræðu.

4) Atkvæðagreiðsla um stofnsamþykktir félagsins og mögulegar breytingartillögur.

5) Kosning stjórnar og skoðunarmanna (samkvæmt samþykktum)

6) Önnur mál

7) Fundi slitið

Undirbúningshópur að stofnun Veiðifélags Fljótavíkur

Anna María Antonsdóttir , Ásmundur Guðnason, Atli Smári Ingvarsson, Edward Finnsson,  Finnbogi Rútur Jóhannesson

Stofnfundargerð Veiðifélags Fljótvíkur frá 29.apríl 2008

 Fundarstjóri: Hörður Ingólfsson                             Ritari: Anna María Antonsdóttir

Mæting: Ellefu atkvæðisbærir fulltrúar Atlastaða (þ.e.17.71%), einn atkvæðisbær fulltrúi fyrir Tungu og Glúmsstaði (þ.e. 50%), samtals 67,71% fulltrúa.

Fundarmenn : Anna María Antonsdóttir, Atli Smári Ingvarsson, Ásmundur Guðnason, Bára Freyja Vernharðsdóttir, Edward Finnsson, Finnbogi Rútur Jóhannesson, Guðmundur K. Ólafsson, Hörður Ingólfsson, María Edwardsdóttir, Ólöf Á. Guðmundsdóttir, Sigríður Jósefsdóttir, Þórunn Vernharðsdóttir.

1. mál : Edward byrjaði fundinn á því að rekja ástæður þess að stofna þyrfti Veiðifélag Fljótavíkur. Ástæða þess er minnkandi fiskigengd og vilji fyrir að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna á svæðinu.(Reglugerð yfirvalda gerir einnig kröfu um veiðifélag með skilgreinda tengiliði (Innskot áá))

2. mál : Lagður var fram póstlisti yfir þá sem fengu fundarboð, sjá síðu 3. Fundurinn er því löglegur og löglega til hans boðað.

3. mál : Jafnframt var lagt fram svar Matvælastofnunar við beiðni Harðar Ingólfssonar um samþykki Veiðifélags Fljótavíkur, sjá síðu 4

4. mál : Lögð voru fram drög að stofnsamþykktum Veiðifélags Fljótavíkur, sjá síðu 5. Í framhaldi af því var óskað eftir breytingatillögum sem farið var yfir á fundinum. Að lokum lagði fundastjóri fram upplesin drög að samþykktum Veiðifélags Fljótavíkur með breytingum og voru þau samþykkt samhljóða, sjá síðu 8.  Veiðifélag Fljótavíkur er stofnað.

5. mál : Kosið var í stjórn félagsins:

Aðalmenn : Edward Finnsson , Hjalti Karlsson , Hörður Ingólfsson

Varamenn : Ásmundur Guðnason , Finnbogi Jóhannesson ,

Endurskoðendur : Halldóra Þórðardóttir , María Edwardsdóttir

6.mál : Önnur mál.

Útfærslur á veiðileyfi/veiðikorti. Ýmsar hugmyndir komu fram og að lokum var ákveðið að nýkjörin stjórn myndi útfæra hugmyndirnar.

Finnbogi Rútur vildi að lokum koma fram þakklæti til Edwards og Harðar fyrir vel unnin störf við allan undirbúning við stofnun félagsins.

Texti að ofan er til upplýsinga. Frumrit í fundargerðarbók gildir.

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA