Atlatunga

Atlatunga

Uppfært 3.júlí 2020

Atlatunga, sem var byggð árið 1993, er í eigu Ingólfs Eggertssonar, og barna. Símanúmer bústaðrins er:

692-3401

Þegar velja átti nafn á sumarbústaðinn Atlatungu, voru mörg nöfn í umræðunni. Vinnuheitið var oft Mórustaðir en eftir að nafnið Atlatunga kom til sögunnar, var svo augljóst að þar var hitt í mark, enda er nafnið sett saman úr nöfum tveggja fyrstu heimila Boggu, nefninlega ATLAstöðum og TUNGU . Seinasta ár Boggu í Fljóti, áður en víkin fór í eyði, bjó hún á Skjaldabreiðu, sem var jörð út úr Atlastaðalandi.


Ættmóðirin Herborg Vernharðsdóttir (Bogga) fæddist á Atlastöðum í Fljótavík, árið 1932. Þar bjó hún fyrstu árin en flutti innan Fljótavíkur í Tungu árið 1935 og þaðan að Skjaldarbreiðu 1945. Fjölskyldan flutti til Hnífsdals þegar víkin fór í eyði árið 1946. Bogga lést 1.júní 2020.

Viðtal : Bogga eins og hún fæddist, Morgunblaðið frá árinu 2008

Viðtal: Líka hneikslast á ísbjarnardrápi árið 1974. 

Frétt um svifdreka í Bláfjöllum við Reykjavík

Saumaklúbburinn “Týnda nálin” . Vestanpósturinn er pdf skjal – skoðið bls. 20.

Tímalína Atlatungu 

2016   Húsið var opnað 13.júní.

Um veturinn hafði hleri í pallinum, á milli eldhúsglugga og stofuglugga fokið upp og horfið. Hann fannst ekki þetta sumarið, en brot úr hleranum framan á pallinum norðanvert við tröppurnar fannst (sá hvarf veturinn 2014-2015), og útbjó Ingi nýjan hlera úr brotinu.

Fljótlega eftir að rafmagn var sett á húsið kom í ljós að annar tveggja hitaþráða sem nota yfirmagn af rafmagni til að hita vatn í kút undir verönd, virkaði ekki. Hann hafði brunnið í sundur – Ingi reddaði því. Það er umhugsunarvert að

a) …. Ingi gat rakið þetta vandamál út frá mælingum – nokkuð sem leikmenn hefðu ekki getað gert…..

b) ….. Steinull yfir tenginu bjargaði því að ekki kveiknaði í neinu þarna

Fyrri part júlímánaðar var ný rotþró sett niður við hlið þeirrar gömlu, sem þar með var tekin úr notkun, að öðru leiti en því að frárennsli frá vöskum fer áfram í bláu plasttunnuna.

Halli og Hörður tóku þátt í að loka húsinu fyrir veturinn þann 3.september. 

Print Friendly, PDF & Email
EnglishUSA