Fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá Gunnari Þórðarsyni. með nýju Örnefnakorti. Kortið er gert fyrir hönd afkomenda Þórðar Júlíussonar. Ég rauk til og birti þetta hið snarasta og kom fyrir undir flipanum “Örnefni” – sjá hér.
Ég verð að viðurkenna að ég átti von á að sjá fjölda athugasemda, enda ætti kortið að skipta það miklu máli að margir myndu vilja leggja orð í belg, þó ekki væri til annars en að lýsa þakklæti til þeirra sem standa að gerð þess. Ég vil alla vega ítreka mitt þakklæti.
Við þurfum að skoða kortið og koma með ábendingar um það sem kann að vanta og eins að benda á það sem betur má fara.
Mig langar að ná fram umræðu um eftirfarandi:
Þegar við horfum á það hvernig kortið skiptist upp í 3 liti eftir því hvaða (landnáms-) jörð nöfnin tilheyra, set ég spurningarmerki við það hvort nöfn kennileita sem eru við Fannalágafjall tilheyri Atlastaðalandi eða Glúmstaðalandi. Ég hélt satt best að segja að þessi örnefni ættu að fylgja Atlastaðalandi.
Ég rökstyð það með þessum gamla úrskurði.
En hvað finnst ykkur – hvað er rétt í þessu?
Ásgeir