30.janúar 2015 : Fyrst jeppi og nú vélsleði…..

 Fyrst jeppi  –  og nú vélsleði

Willy's jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.
Willy’s jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.

 

Við lok annars vel heppnaðs leiðangurs til Fljótavíkur, í janúar 2015, til að bjarga húsum frá frekari óveðursskemmdum, varð að skilja einn vélsleða eftir á hlaðinu á Atlastöðum, vegna bilunar.

Árið 1969, þegar fyrst útgáfa sumarbústaðarins Atlastaða var reist, Continue reading “30.janúar 2015 : Fyrst jeppi og nú vélsleði…..”

16.janúar 2015

Veður

Það er svo skrítið – að fyrir ekki svo löngu var ég að hugsa um að fara að draga saman seglin – birta kanski einn póst í mánuði eða kanski hálfsmánaðarlega. En svo kom – VEÐUR. Ég set veður með stórum stöfum, vegna þess að fyrir nokkrum árum, var ég í matvöruverslun að borga á kassa, þegar unglingsstúlka sem var að afgreiða mig, sá örlítið út fyrir verslunina – og hrópaði svona upp fyrir sig.: Continue reading “16.janúar 2015”

2.jan 2015

Nú árið 2014 er liðið í aldanna skaut

Þá eru áramótin liðin og styttist í þrettándann. Áramót eru viðmið í mörgu – árið sem var að líða er gert upp. Hvað mig varðar – ritstjórann – er nærtækt að líta yfir vegferð heimasíðunnar.

Ég held að ég geti ekki verið annað en ánægður með flest sem mér hefur orðið ágengt með. Upplýsingum hefur fjölgað á síðunni, ég er loksins kominn í gang með að koma myndum inn, og ég reyni að vera bjartsýnn á að fá meiri umræður í gang. Eigum við ekki að halda okkur við orðatiltækið “góðir hlutir gerast hægt” ?

Á móti kemur að Continue reading “2.jan 2015”

EnglishUSA