Það haustar að. Þó árið sé ekki liðið, styttist í að veturinn skelli á í “byggðinni” í Fljóti, og að ekki verði komið þangað fyrr en næsta vor. Þá vaknar þessi árlega spurning : Hvað ætti að vera á tímalínu ársins? Hvers ber að minnast? Hverju viljum við geta flett upp eftir 10 ár og sagt – það var sumarið 2016? Continue reading “Hvað ætti að vera á tímalínu ársins?”
Óskjafturinn
(Athugasemd 9.okt. 2016: Einhverra hluta vegna birtir forritið hlekkinn hér í næstu greinarskilum með striki í gegn um textann. Ég er ekki enn búinn að finna út úr því hvers vegna – en yrði þakklátur ef einhver gæti leyst það fyrir mig. áá)
Undir lok janúar 2016 birti Jósef H Vernharðsson færslu á Facebooksíðu sinni, með 8 myndum af óskjaftinum í Fljótavík. Myndirnar spanna rúmlega 10 ára tímabili, og sýna vel hversu gríðarlegur flutningur af sandi hefur átt sér stað.
Þessar myndir Jósefs, voru tilefni þess að mig langar að safna myndum sem sýna óskjaftinn og nánasta umhverfi – og að raða í tímaröð. Continue reading “Óskjafturinn”
Örnefni í Fljótavík
Þegar ég renni í gegn um uppbyggingu heimasíðunnar og hvaða upplýsingar liggja undir mismunandi flipum, rennur upp fyrir mér, að þetta er nú bara orðið all nokkuð.
En, það er ekki nóg að upplýsingarnar séu þarna – það þarf líka Continue reading “Örnefni í Fljótavík”