Þessi heimasíða – www.fljotavik.is – var stofnuð fyrir margt löngu. Í fyrstu var hún gerð af mikilli vankunnáttu af minni hálfu, og það má segja að allt hafi, svona útlitslega, farið niður á við í langan tíma eftir að ég hóf að setja eitthvað inn á síðuna. Hún leit vel út í fyrstu, eins og Ingólfur Gauti Arnarsson setti hana upp.
Margar aðrar heimasíður, hafa farið í gegn um lík niðursveifluferli, eða hreinlega verið óbreyttar árum saman, og þar af leiðandi líta út fyrir að vera – einmitt – “gamlar”.
Þessi síða fór loks yfir í nýtt og þægilegra vefumhverfi, fyrir 3-4 árum, og trúið mér þegar ég segi að það er mikill munur á, hversu auðveldara það er að nú uppfæra síðuna eða gera breytingar.
Svo eru það efnistökin? Ja – það er eitthvað annað. Þeir sem Continue reading “Hornstrandir.is”