Myndir frá árinu 1969 og fyrr

Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,

Síðastliðinn vetur hafa nokkur myndasöfn orðið fyrir skakkaföllum. Sum hafa þó alveg sloppið, en eitt frá árinu 1957 glataðist alveg. Það er þó verið að vinna í  því að endurbyggja það.

En – ég ætla að minna á safn “mynda frá 1969 og fyrr” – þar sem eru saman komnar myndir úr mörgum áttum en sem uppfylla skilyrðið um að vera frá árinu 1969 eða fyrr.

Safnið frá 1957 – er sjálfstætt – stendur eitt og sér. Það er væntanlegt.

En – skoðið nú þetta – og athugið svo hvort þið eigið myndir í ykkar fórum sem mættu fljóta þarna með. Í dag er lítið mál að taka mynd beint úr albúmi og senda á netfangið eða Dropboxið með netfangið: asgeirsson54@gmail.com

Hér er svo albúmið 

 ➡    Leiðbeiningar

Gleðilegt sumar

Jæja – nú er sennilega kominn tími til að “skrifa eitthvað! Gleðileg jól hefur staðið þarna síðan  –  jú , einmitt –  fyrir jól. Það kom ekki einu sinni “Gleðilega páska” – eða “Gleðilegt sumar”.

Ritstjórinn er haldinn ritstíflu.

En – það þýðir ekki endilega að þið hin þurfið að vera með ritstíflu – HA?

Ég væri afar þakklátur ef þið mynduð senda mér eitthvað til að moða úr. Hvað gerðist merkilegt í Fljóti á síðasta ári svona til að skrá á Tímalínuna – og reyndar er ekkert skráð í Tímalínu frá árinu 2016 heldur.

Ég er kominn með nýtt netfang: asgeirsson54@gmail.com . Það netfang er líka tengt við Dropboxið – ef einhver vildi senda mér helling af myndum til birtingar.

Ásgeir