Gönguleiðarlýsingar

Að öðrum ólöstuðum, hefur þessi heimasíða ekki fengið meira aðsent efni frá neinum en frá Gunnari Þórðarsyni. Gunnar er barnabarn Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. 

Gönguleiðarlýsingar Gunnars eru ítarlegar og skreyttar skemmtilegum og fróðlegum sögum, auk þess sem mikið af örnefnum koma fram í þeim. 

Í  dag skal bent á lýsingu Gunnars á svæðinu frá Bæjarnesi og að Grundarenda, þ.e.a.s því sumarbústaðasvæði þar sem flestir bústaðir Fljóts eru.

Ásgeir 

 

Óbyggðanefnd skríður nær… og nær… og nær ….

Þetta “blogg” er ekki það fyrsta, þar sem ég bendi á að það styttist í að , Óbyggðanefnd taki friðland Hornstranda til meðferðar. Með því að “klikka” á orðið “Óbyggðanefnd” hér fyrir neðan (ATH – kemur aðeins fram ef farið er inn í bloggið með því að velja yfirskriftina) , má sjá eitthvað af fyrri bloggum, auk þess sem þetta tengist umfjöllun um það þegar þingmaður vestfirðinga reyndi að stofna þjóðgarð á Hornströndum.  

Nú hefur ríkið lýst kröfum í stórt svæði í kring um Drangajökul – og í sjálfan jökulinn. 

Óbyggðanefnd
Mynd af forsíðu Óbyggðanefndar frá 24.okt. 2018

Gefinn er frestur til að veita andsvör – og þá þarf að draga upp pappíra sem sanna að einhver eigi landareign innan þess svæði sem ríkið gerir kröfu til. Ef engin skjöl eru til – úrskurðar Óbyggðanefnd svæði sem þjóðareign, og þá er aðeins dómstólaleiðin fær. 

Landarmerkjum Atlastaðalands er vel lýst og þinglýsingarskjalið ætti að liggja hjá yfirvöldum. En – eru allir landeigendur tilbúnir í þennan slag?

bb.is vakti athygli á kröfum ríkisins, 24.okt. 2018

Ásgeir 

Staðan – er grátbrosleg

Nú ætla ég að skrifa smá skilaboð.  Í raun er ég að prófa hvort ég geti það. 

Eins og þið vitið, þá skrifaði ég skilaboð á Facebooksíðunni um að síðan væri niðri – biluð – og að verið væri að vinna í þessu. Nú kemur í ljós, að þetta var bara hálfsannleikur. Öll veöldin nema akkúrat þær tölvur sem voru tengdar við við eitt ákveðið hús – mitt – gátu séð síðuna. Bara ekki við hér heima.

Þetta hljómar ótrúlega, en er eiginlega alveg dagsatt – með 10 fingur upp til Guðs – og alles….

En – ef þetta endar sem blogg, og það er svo sem ekki víst enn, þá er ákveðinn tæknimaður hjá Snerpu á Ísafirði búinn að koma mér í rétta átt, og málið er þannig að leysast. Takk Snerpa.

En,  nú læt ég reyna á þetta….. tekst þetta….. ?   🙁  😯 

EnglishUSA