Jósep Hermannsson og Margrét Katrín Guðnadóttir

1877:   Jósep Hermannsson fæddur 27.mars

1885:  Margrét Katrín Guðnadóttir fædd 14.apríl á Atlastöðum.

1902:   Internetið gleymir engu – og hér má finna dæmi um það, þar sem Jósep Hermannsson birtir yfirlýsingu, í þrígang, í Vestra. Yfirlýsingin er dagsett 25.júlí 1902 og  þar étur hann ofan í sig ummæli sem hann mun hafa haft, sem virðast tengjast því að hann og væntanleg barnsmóðir hans fengu ekki að eigast.

——    Brynhildur Snædal Jósefsdóttir fædd 3.september.

1905:   7.janúar gerði mikinn óverðurshvell og fórust bátar í Djúpinu og við Bolungarvík. Af tveimur bátum fórust allir í áhöfn – 6 menn af hvorum. Af báti sem fórst og sem heldur betur tengdist Fljótavík,  varð mannbjörg – og þar á meðal bjargaðist Jósep Hermannsson.

Báturinn var í byrjun á veiðum út af Straumnesi þegar veðrið skall á, en hraktist svo fyrst inn með Straumnesi og svo þvert yfir Djúpið og fórst nálægt Bolungarvík. Það var svo ekki fyrr en rúmri viku síðar að mennirnir komu heim í Aðalvík, og allan þann tíma vissi enginn þar um afdrif bátsins. Í áhöfn bátsins voru, og athugðið að þeir voru tveir sem hétu Friðrik: 1) Friðrik Magnússon og 2) Hermann Ísleifsson, sem ekki tengjast beint við Fljótavík en svo koma tengingarnar:

3) Katarínus Friðrik Finnbogason (faðir Þórunnar Maríu í Tungu og Skjaldabreiðu)

4) Þorbergur Jónsson – sem var tengdafaðir 3) Friðriks Finnbogasonar

5) Ólafur Þorbergsson – sonur 4) Þorbergs og þá mágur 3) Friðriks Finnbogasonar, og

6) Jósep Hermannsson sem varð tengdasonur 3) Friðriks Finnbogasonar.

Hugsum eitt augnablik til þess hver saga Fljótavíkur á tuttugustu öldinni hefði orðið, ef þessi áhöfn hefði ekki sloppið svona vel. Þetta er rúmu ári áður en Jósep og Júlíus keyptu Atlastaðalandið. Sennilega hefði ekki orðið að þeim kaupum – að við nú hugsum ekki út í þá afkomendur Jóseps sem aldrei hefðu orðið til.

Frá þessum svaðilförum var einnig sagt í greinum og í bók sem heitir “Áraskip”, en hér er vitnað í “Sunnudagsblaðið” frá apríl 1966. Áhöfnin birti þakkarávarp í auglýsingu. Séra Sigurður Einarsson hefur skrifað grein um þrekraunir á áraskipum – og fyrir áhugasama er þetta góð lesning. Þar er minnast á Jósep a.m.k. í tvígang.

Í annarri blaðagrein, er rætt við Friðrik Finnbogason, og þar kemur fram sama dagsetning en ekki sama ár – þar er sagt 1907. Gera verður ráð fyrir að þar hafi blaðamaður hreinlega gert mistök, samanber það að blöð fjölluðu um þetta tveimur árum fyrr.

Jósep átti soninn Verharð Jósefsson og Friðrik dótturina Maríu Friðriksdóttur – sem giftust og bjuggu í Tungu og á Skjaldabreiðu í Fljótavík.

1906:  Jósep Hermannsson og Júlíus Geirmundsson, ásamt eiginkonum þeira kaupa Atlastaði.

—–      Hermann Vernharð Jósef Jósefsson fæddur á Atlastöðum 12.ágúst.

——    30.október giftast Jósep og Margrét Katrín.

1909:   Jósef Gunnar Jósefsson fæddur á Atlastöðum 9.maí

1910:   Pálína Ásta Jósefsdóttir fædd að Atlastöðum 8.nóvember

1913:   Finnbogi Rútur Jósefsson fæddur á Atlastöðum 13.apríl

1914:   Guðný Ingibjörg Jósefsdóttir fædd að Atlastöðum 15.desember

1918:   Sölvey Friðrika Jósefsdóttir fædd í Fljótavík 5. júlí

1920:   (Ártalið er ágiskun). Í Heimilistímanum frá janúar 1977 var sagt frá ferð Betúelssona frá Höfn til Fljótavíkur á refaveiðar. Þegar þeir fóru til baka slógust fimm menn í hópinn með þeim og var Jósep Hermannsson meðal þeirra. Lentu mennirnir í snjóflóði en mismunandi mikið þó – og allir komust þeir af.

1924:   Karl Lúðvík Jóhann Jósefsson fæddur í Fljótavík 7.apríl og látinn 20.ágúst

1925:   Fæddur 9.apríl:  Guðmundur Þórarinn Jósefsson

——     Látin  12.apríl: Margrét Katrín Guðnadóttir (2 dögum fyrir 40 ára afmæli sitt)

——     Látinn 16.apríl: Guðmundur Þórarinn Jósefsson

1955:   Jósep Hermannsson lést 25.október. Stutt andlátsfrétt í Skutli, þar sem kemur fram að hann hefði átt við langa vanheilsu að stríða. 

 

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA