Uppfært /endurgert 140219
Eddi Finns í Tungu sendi síðunni gamlar myndir, teknar í ágúst 1957, í Fljóti. Þeir sem nefndir eru í töflunni að neðan, sigldu frá og til Flateyrar í litlum báti sem hét Frægur. Á þessum tíma var Hjálmar eigandi lands í Tungu og að Glúmsstöðum. Hér fyrir neðan er lítil tafla með nöfnum þeirra sex sem þarna voru á ferð:
| Hjálmar Finnsson | Edward Finnsson 10 ára sonur Hjálmars | 
| Jóhann Finnsson | Marías Þ Guðmundsson | 
| Sveinn Finnsson | Garðar Fenger | 
Finnssynir í vinstri dálki voru bræður en Marías og Garðar mágar þeirra.
Bræðurnir eru úr hópi 11 systkina frá Hvilft í Önundarfirði

                    