Enn um myndir frá 1969 og fyrr >

TF-REB við Kögurí júlí 2015, og reyndar líka fyrr,  bað ég um meiri upplýsingar um 3 litmyndir sem sýna Jósefshús, Júlíusarhús og Högnahús – en ekki skýlið eða sumarhöllina Atlastaði. Ég hvatti til þess að fram kæmu nákvæmari upplýsingar og ekki síður nýrri afrit af myndunum, með hærri upplausn. Nú hefur þetta tekist.

Jósef Vernharðsson upplýsti um tilurð myndanna og nálgun við hvenær þær voru teknar og Ásmundur Guðnason vissi hver tók myndirnar. Þá vissi Jósef að myndirnar væru ekki bar 3 heldur 5, þar sem tvær væru frá flugvél í fjörunni í Fljótavík. Þær höfðu ekki áður komið fram hér á vefnum.

Strax eftir Verslunarmannahelgi sendi Edward Finnsson umræddar myndir, skannaðar í meiri upplausn og hann skrifaði:

Hér eru allar myndirnar sem Sigurjón Einarsson gaf mér. Þær eru teknar 10.september 1969. Maðurinn sem stendur fyrir framan vélina með Hvestu í baksýn heitir Ólafur Gunnlaugsson . Hann hefur starfað hjá Cargolux um árabil. 

Ég valdi að bíða aðeins með að setja myndirnar inn, þar sem stutt var frá því að fjallað var um þær, auk þess sem upp komu tölvuvandamál.  Nú vel ég að setja þessar 5 myndir fremst í myndasafninu “1969 og eldra” – og læt tvær myndir sem voru þarna fyrir, vera áfram, að minnsta kosti fyrst um sinn, til að þið getið séð stærðarmuninn á myndunum þegar þær eru skannaðar með hærri upplausn en almennt bauðst fyrir10 árum.

Að lokum bendi ég aftur á, það sem áður hefur komið fram, að þið getið sjálf skrifað athugasemdir inn við allar myndir. Það er útskýrt á þessari síðu,  þar sem rauður texti, um tákn 4 frá vinstri, útskýrir ferlið.

Ásgeir

EnglishUSA