Tíminn líður – það líður að jólum.
Þeim fer fækkandi sem hafa lifað jól í Fljótavík. Fyrir okkur sem ekki vitum – væri fróðlegt að fá eitthvað að heyra og/eða lesa um jólaundirbúning og sjálft jólahaldið í Fljótavík, og þá væri nærtækast að horfa á jólin 1945. Seinni heimstyrjöldin nýbúin – mörg af börnunum sem slitu barnsskónum í víkinni farin á vit sinna ævintýra. Vafalaust hugsuðu margir heim og öfugt – margir hugsuðu til þeirra sem voru farnir. En hvergin gerðu menn sér dagamun?
Börn sem eru svona 12-20 ára í dag, með ættir til Fljótavíkur, og með ömmu eða afa sem fellur undir þetta……..: Þetta er tilvalið ritgerðarefni – og upplagt til að taka viðtöl og skrá niður. Um leið myndi nást miklu næmara samband við ættarhöfðingjana.
….. og svo vil ég að sjálfsögðu fá svona ritgerðir til birtingar – það bara segir sig sjálft!
Ásgeir asgeirsson54@gmail.com