Fallegt myndband um Hornstrandir

Ekki er liðin vika frá því að það þurfti að bjarga göngufólki úr Hvestudölum í Fljótavík. Það er áminning um að helst ætti fólk ekki að vera eitt á ferð.

En fólk er samt eitt á ferð, og gengur bara ágætlega, hvort sem það er hrein heppni, eða vegna skipulags og reynslu. Eitt er víst, og sést aftur og aftur, hversu mikilvægt það er að hafa pantað gott veður.

Hér skal vísað í myndband sem sýnir rölt einstaklings. Hann fer meðal annars yfir Kjöl á leið frá Látrum til Fljótavíkur, en fer svo inn fyrir vatnið og tjaldar á Glúmsstöðum. Heldur svo. áfram yfir Þorleifsskarð, og er þá úr sögu Fljótavíkur. Gangan um “okkar” svæði byrjar 6 mínútum inni í myndbandinu og varir í um eina mínútu.

En allt er myndbandið vel gert og fallegt, og þess virði að skoða það.

Græjur

Takið sérstaklega eftir því, að maðurinn er með einn bakpoka, sem ekki virðist sérstaklega stór – það er allt og sumt – en hann er samt með græjur eins og öflugan hleðslubanka, sólarrafhlöðu, stóran þrífót sem hann notar oft til að sýna sjálfan sig á göngu……. og…

…svo er hann með dróna….. í þessum bakpoka. Takið eftir því, þegar hann sýnir okkur myndir úr drónanum (sem hann má ekki vera með samkvæmt nýsamþykktri verndaráætlun um friðlandið), hversu skítsama fuglunum er um þetta flygildi.

Það hefði verið nær að banna yfirflug farþegaþota í farflugshæð – það er örugglega meiri truflun af því………

EnglishUSA