Mál 2007-04-0010 hjá Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar
(Í gögnum Umhverfisnefndar var málið nefnt “Fljótavík-Geirmundarstaðir“, og seinna “Frístundabyggð á Geirmundarstöðum í Fljótavík” en þegar bústaðurinn var risinn var hann – og er nú nefndur – Lækjabrekka. Það getur vafist fyrir einhverjum að nafni lögbýlisins “Geirmundarstaðir” var breytt í “Skjaldabreiða” áður en Fljótavík lagðist í eyði – þannig að þessi tvö nöfn eru notuð til að lýsa sömu jörð sem skipt var út úr landi Atlastaða)
————————————————————————————————————————–
Á fundi þann 11.apríl 2007, undir lið 7, var tekin fyrir umsókn Sigrúnar Vernharðsdóttur frá 6.apríl 2007, um leyfi til að reisa sumarhús í landi Geirmundarstaða í Fljótavík. Talin eru upp þau gögn sem bárust með umsókninni. Nefndin ákvað að vísa umsókninni til Skipulagsstofnunar en benti á að leyfi yrði ekki gefið fyrr en fullnaðarteikningar lægju fyrir.
14.maí 2007, undir lið 1 er málið reifað á ný þar sem svar Skipulagsstofnunar frá 27.apríl 2007 var tekið fyrir. Það var mat Skipulagsstofnunar að vinna þyrfti deiluskipulag – ekki bara fyrir Skjaldabreiðujörðina heldur alla byggð sem komin var Atlastaðamegin í Fljótavík – og að því loknu ætti að sækjast eftir meðmælum Skipulagsstofnunar á ný. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar taldi rétt að ljúkai aðalskipulagi áður en farið væri í deiluskipulag – og bent var á að aðalskipulagið væri í vinnslu. Ekki kemur fram í fundargerð Umhverfisnefndar hvert famhald málsins yrði þegar hér var komið sögu.
9.janúar 2008 undir lið 6 fjallar Umhverfisnefnd um skriflega fyrirspurn Sigrúnar Vernharðsdóttur fá 20.desember 2007 þar sem hún óskaði umsagnar um hvort deiliskipulag sem verið væri að vinna yrði tekið til afgreiðslu nefndarinnar áður en nýtt aðalskipulag yrði samþykkt. Umhverfisnefnd vísaði til bráðabirgðaákvæðis í reglugerð, þegar hún ákvað að leita meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir deiliskipulaginu.
23.apríl 2008 undir lið 12 er tillaga um deiliskipulag, unnið af Landmótun, og dagsett 11.apríl 2008 lagt fyrir fund Umhverfisnefndar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar, þar sem ekki liggi fyrir aðalskipulag af Geirmundarstöðum í Fljótavík. Umhverfisnefnd vísar erindinu einnig til skipulaghóps norðan Djúps.
Skipulagsstofnun svarar Umhverfisnefnd með bréfi 16.apríl 2008 og var það tekið fyrir á fundi nefndarinnar 28.maí 2008 undir lið 5. Nú var það niðurstaðan að Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemd við að deiliskupulagstillagan yrði auglýst. Hins vegar ákvað Umhverfisnefnd að fresta því að auglýsa tillöguna þar sem bréf, dagsett 9.maí 2008 hafði borist frá Ólafi Theódórssyn um eignarhald á Geirmundarstöðum.
Á fundi Umhverfisnefndar 11.júní 2008, lið 8, var lagt fram bréf Ásmundar Guðnasonar frá 3.júní 2008 með staðfestingu á eignarhaldi á Geirmundarstöðum, frá Sýslumanninum á Ísafirði, og eftir það ákvað nefndin að leggja til við bæjarstjórn að deiluskipulagið að Geirmundarstöðum yrði auglýst. (Visir.is)
(Ritstjóri: Deiluskipulag frá 2008 var fellt úr gildi með nýju deiliskupulagi frá 2010)
9.júlí 2008 undir lið 1 eru lagðar fram uppkaststeikningar með bréfi frá Ásmundi Guðnasyni dagsettu 22.júní 2008 þar sem leitað er álits á hugmyndum um húsagerð, og vísar Umhverfisnefnd málinu til Hornstrandarnefndar en telur að öðru leiti að teikningarnar falli að þeim hugmyndum sem nefndin hefur.
Á fundi Umhverfisstofnunar 27.ágúst 2008 undir lið 14 eru teknar til umræðu tvær athugasemdir sem bárust vegna auglýsts deiluskipulags. Önnur kom frá Guðjóni Finndal Finnbogasyni og hin frá lögmannsstofunni Lex fyrir hönd Finneyjar Finnbogadóttur. Nefndin færði málið áfram með því að fela byggingarfulltrúa að biðja um athugasemdir (annara) landeigenda.
19.september 2008 undir lið 8 er lagt fram erindi frá Stefáni Braga Bjarnasyni lögmanni, dagsett 3.september 2008, þar sem athugasemdum Finneyjar Finnbogadóttur og Guðjóns Finndal Finnbogasonar vegna eignarhalds á Geirmundarstöðum er svarað. Umhverfisnefnd sendir málið áfram með því að óska eftir áliti bæjarlögmanns.
11.nóvember 2008 undir lið 5 tekur Umhverfisnefnd fyrir álit Andra Árnasonar lögmanns sem dagsett var 7.nóvember 2008, vegna framkominna athugasemda við tillögu um deiliskipulag. Þarna kom fram að ekki væri gerður ágreiningur um efni deiliskipulagsins heldur um eignarhald á jörðinni og sagt að það sé umdeilt hvernig eignarhald væri skráð í þinglýsingarbókum – en að það hafi ekkert með deiluskipulagið að gera og að ekki sé talin þörf á að gera breytingar við skipulagstillöguna. Með vísan til þessa álits bæjarlögmanns mælti Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar með því til bæjarstjórnar að tillagan um deiliskipulag yrði samþykkt.
26.nóvember 2008 undir lið 10 er lagt fram bréf frá Dýrleifu Kristjánsdóttur lögmanni, dagsett 19.nóvember 2008, þar sem meðfylgjandi er til upplýsinga fyrir Umhverfisnefnd, afrit af bréfii Sýslumannsins á Ísafirði dagsett 14.nóvember 2008 er varðar þinglýsingu á jörðinni Geirmundarstöðum, ásamt með þinglýsingarvottorði fyrir jörðinni Geirmundarstöðum.
14.janúar 2009 undir lið 2 er lagt fram bréf Sigrúnar Vernharðsdóttur frá 9.janúar 2009 þar sem hún óskar eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Geirmundarstöðum í Fljótavík samkvæmt teikningum frá Teiknivangi.
22.apríl 2009 undir lið 3 var lagt fram bréf dagsett 8.apríl 2009 frá Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 22. janúar sl. vegna byggingarleyfis á frístundarhúsi. Umhverfisstofnun veitir leyfi fyrir sitt leyti til byggingar . Eftir það samþykkti umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar erindið.