Allar örnefnalýsingar fyrir jörðina Tungu, nefna Ingunnarkletta, – klettabelti neðarlega í fjallinu Kóngum. Engin lýsing gerir meira úr þessu – engin skýring er gefin á nafngiftinni.
Við – í meiningunni ég og öll þið sem hafið tengsl við Fljót, ættum að setja okkur það verkefni, að afla upplýsinga um þetta örnefni, jafnt sem önnur.
Herborg Vernharðsdóttir í Atlatungu, veit svo sem ekki fyrir víst, hvaðan nafnið kemur, en telur að þarna hafi verið slegið saman nafni á álfkonu eða huldukonu, og svo því að búa til sögu til að fá börnin ofan af því að ganga of nálægt klettunum fyrir neðan þá, enda gætu misstórir steinar hrunið. Þá gæti markmiðið líka verið að forða því að börnin færu upp fyrir klettabeltið, enda er snarbratt þar og laust undir fæti.
Sagan var því sú, að álfkonan Ingunn ætti heima í klettunum – þeir væru húsið hennar og hún væri góð kona sem ætti að koma fram við að virðingu og ekki gera neitt til að styggja.
Er einhver með annað sjónarhorn ?
Ásgeir