Nýlega rakst ég á umfjöllun um sjómælingar ársins 2020. Þar kemur fram að á hafsbotni í Fljótavík skannaðist innrásarpramminn sem sökk þar hegar hann var notaður við flutninga á byggingarefni milli Ísafjarðar og Fljótavíkur.
Mér vitanlega hefur frásögn um örlög prammans, ekki verið skrifuð. Ef mér skjátlast ekki eru tengsl á milli þess að pramminn sökk og þess að jeppinn góði komst aldrei til baka inn á Ísafjörð. Stundum er því haldið fram að gömlu, gengnu mennirnir – hefðu haft eitthvað með þetta að gera – þeir hafi séð notagildi í jeppanum í Fljóti.