Forsíðumynd: María Ingólfsdóttir
Uppfært 2.júlí 2019
Hverjir eru sameiginlegir hagsmunir landeigenda í Fljótavík í friðlandi Hornstranda?
Hverju má landeigandi ráða?
Eiga landeigendur landið eða er það bara allt í plati því friðlýsingin hefur tekið eignarréttinn – bótalaust?
Þegar einn eigandi er að jörð (Tunga og Glúmsstaðir) er málið einfalt, en hver er fulltrúi landeigenda þeirra jarða sem margir eiga sameiginlega, þegar kemur að viðræðum við yfirvöld ? Skiptir máli fyrir yfirvöld, hvort eigendur eru margir og dreifðir, eða komi fram sem sterk liðsheild með einn einstakling í fyrirsvari ( Skjaldabreiða og Atlastaðir) ?
Hvernig mun væntanlegur úrskurður Óbyggðarnefndar hafa áhrif í Fljótavík?
Aðalskipulag, deiliskipulag, Hornstrandanefnd – og umfram allt Óbyggðanefnd! Hvernig eiga landeigendur að sameinast um skynsamleg, gagnrýnin og rökstudd svör við spurningum sem upp kunna að koma?
Það getur orðið nauðsynlegt fyrir þá sem eiga land í Fljóti, að hafa svör við svona spurningum á hreinu, og þá er umræða til alls fyrst.