Landamerki Atlastaðalands

 

 NO 93.

 Landamerkjaskrá þjóðjarðarinnar Atlastaðir í Sléttuhreppi.

 

Skúli Thoroddsen,sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og umboðsmaður þjóðjarðarinnar Atlastaða gjörir vitanlegt:

 Að landamerki téðrar jarðar skulu af öllum haldast, svo sem nú segir:

Frá Kögurtá við sjó fram upp á fjallsbrún og svo sem fjallsbrúnin segir fram í Fljótsskarð.

Frá Fljótsskarði ræður Reiðará merkjum Atlastaða og Glúmsstaða, uns hún rennur í eystra horn Fljótsstöðuvatnsins. Síðan ræður vatnið og ós úr því (Fljótsós) landamerkjum til sjávar milli Atlastaða og Tungu.

 Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli:

 Skrifstofu Ísafjarðarsýslu, 19.dag októbermánaðar 1899.

Skúli Thoroddsen

 umráðamaður Atlastaða,Tungu og Glúmsstaða.

 Eftirrit – upplýsingar frá Jósef Vernharðssyni

EnglishUSA