No . 95
Landamerkjaskrá þjóðjarðarinnar “Tungu” í Sléttuhreppi
Skúli Thoroddsen, sýslumaður í Ísafjarðarsýlsu og umboðsmaður þjóðjarða í Sléttuhreppi gjörur kunnugt, að rétt landamerki téðrar jarðar eru sem hér segir:
Milli Tungu og Glúmsstaða ræður merkjum á, sem rennur af fjalli ofan miðjum Hvilftardal í Fljótsstöðuvatn. Milli Tungu og Atlastaða ræður Fljótsós merkjum og rennur hann úr Fljótsstöðuvatni til sjávar. Að öðru ráða fjalla brúnir.
Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli.
Skrifstofu, Ísafirði 19.okt. 1889
Skúli Thoroddsen
Umráðamaður Tungu, Glúmsstaða og Atlastaða (d.s)
—————————————————————————————————–
Endurrit úr fasteignamati 1917
12. desember 1917 er breytingu þinglýst við ofanritað skjal, þar sem lýst er hversu jörðin nær langt út eftir Hvestu. Vafalítið gildir áfram að Tunga á land að fjalla brúnum.
Landamerki: Hvilftará milli Glúmsstaða ogTungu og ósinn milli Atlastaða og Tungu og að vestanverðu í kambinn undir Hvestudölum.