Þó ég sé að þrjóskast við að færa gömlu heimasíðuna yfir á þessa, er ég nú ekki skærasta ljósaperan þegar kemur að vinnu við heimasíður – hvað þá við hin ýmsu myndvinnsluforrit.
Fyrir mörgum árum, bentu Eddi og Erna í Tungu mér á það hvernig nöfn eru skráð inn á ljósmyndir sem sjá má hér: http://www.bjargtangar.net/Pages/ornefni.html . Hægt er að fara inn á hverja mynd fyrir sig og stækka hana og þá sést hvað ég er að tala um.
Ég hef verið að gera tilraunir með þetta – en er ekki nógu vel að að mér, hvort sem er í þeim forritum sem eru líkleg til að gera þetta á auðveldan hátt – eða – í mörgum tilfellum ekki heldur alveg með á hreinu hvert píla ætti að benda þegar um sum örnefnin er að ræða.
Ég lýsi því eftir ábendinum um það hvernig skynsamlegast væri að vinna verkið – og ekki síður eftir einhverjum til að taka þetta að sér eða í hið minnsta til að vinna verkið með mér í einhverju teymi.
Ásgeir