Óbyggðanefnd skríður nær… og nær… og nær ….

Þetta “blogg” er ekki það fyrsta, þar sem ég bendi á að það styttist í að , Óbyggðanefnd taki friðland Hornstranda til meðferðar. Með því að “klikka” á orðið “Óbyggðanefnd” hér fyrir neðan (ATH – kemur aðeins fram ef farið er inn í bloggið með því að velja yfirskriftina) , má sjá eitthvað af fyrri bloggum, auk þess sem þetta tengist umfjöllun um það þegar þingmaður vestfirðinga reyndi að stofna þjóðgarð á Hornströndum.  

Nú hefur ríkið lýst kröfum í stórt svæði í kring um Drangajökul – og í sjálfan jökulinn. 

Óbyggðanefnd
Mynd af forsíðu Óbyggðanefndar frá 24.okt. 2018

Gefinn er frestur til að veita andsvör – og þá þarf að draga upp pappíra sem sanna að einhver eigi landareign innan þess svæði sem ríkið gerir kröfu til. Ef engin skjöl eru til – úrskurðar Óbyggðanefnd svæði sem þjóðareign, og þá er aðeins dómstólaleiðin fær. 

Landarmerkjum Atlastaðalands er vel lýst og þinglýsingarskjalið ætti að liggja hjá yfirvöldum. En – eru allir landeigendur tilbúnir í þennan slag?

bb.is vakti athygli á kröfum ríkisins, 24.okt. 2018

Ásgeir 

Staðan – er grátbrosleg

Nú ætla ég að skrifa smá skilaboð.  Í raun er ég að prófa hvort ég geti það. 

Eins og þið vitið, þá skrifaði ég skilaboð á Facebooksíðunni um að síðan væri niðri – biluð – og að verið væri að vinna í þessu. Nú kemur í ljós, að þetta var bara hálfsannleikur. Öll veöldin nema akkúrat þær tölvur sem voru tengdar við við eitt ákveðið hús – mitt – gátu séð síðuna. Bara ekki við hér heima.

Þetta hljómar ótrúlega, en er eiginlega alveg dagsatt – með 10 fingur upp til Guðs – og alles….

En – ef þetta endar sem blogg, og það er svo sem ekki víst enn, þá er ákveðinn tæknimaður hjá Snerpu á Ísafirði búinn að koma mér í rétta átt, og málið er þannig að leysast. Takk Snerpa.

En,  nú læt ég reyna á þetta….. tekst þetta….. ?   🙁  😯