Nú ætla ég að skrifa smá skilaboð. Í raun er ég að prófa hvort ég geti það.
Eins og þið vitið, þá skrifaði ég skilaboð á Facebooksíðunni um að síðan væri niðri – biluð – og að verið væri að vinna í þessu. Nú kemur í ljós, að þetta var bara hálfsannleikur. Öll veöldin nema akkúrat þær tölvur sem voru tengdar við við eitt ákveðið hús – mitt – gátu séð síðuna. Bara ekki við hér heima.
Þetta hljómar ótrúlega, en er eiginlega alveg dagsatt – með 10 fingur upp til Guðs – og alles….
En – ef þetta endar sem blogg, og það er svo sem ekki víst enn, þá er ákveðinn tæknimaður hjá Snerpu á Ísafirði búinn að koma mér í rétta átt, og málið er þannig að leysast. Takk Snerpa.
En, nú læt ég reyna á þetta….. tekst þetta….. ? 🙁 😯
Nýlega fékk ritstjóri tvær fyrirspurnir. Sú fyrri var um hver væri að skrifa og sjá um síðuna – og sú seinni var vegna læstrar síðu. Ég svaraði báðum beint – en sé ástæðu til að uppfæra eina síðu með svörum við þessum spurningum. Skoðið þennan hlekk
Fólk sem flutti úr Sléttuhreppi, lítur á Sléttuhreppsbókina sem heilaga biblíu. Það á sem dæmi við um hverjir bjuggu hvar og hvenær. Hér að ofan er sérstakur flipi sem heitir “Ábúendatal”, og út frá þeim flipa Continue reading “Ábúendur”
Mörg “blogg” sem ég skrifa, lifa ekki lengi, svona að öllu jöfnu. Þó má finna eitt og annað sem fer í endurnýjun lífdaga eða á fullan rétt á sér í dag. Í bloggi frá haustinu 2013 Continue reading “Hver að verða síðastur”
Ritsjóri hefur áður rætt það hvort síða eins og þessi, eigi rétt á sér, nú þegar allir þessir samfélagsmiðlar eru orðnir svona margir og mikið notaðir. Þó það sé auðvelt að ná til fjöldans með þeim, geyma þeir ekki flokkaðar upplýsingar, með auðveldu aðgengi síðar meir. Sumir gera meira að segja út á að skilaboð sem sett eru inn, hverfi eftir skamman tíma – eða strax eftir lestur.
Flestir samfélagsmiðlar bjóða möguleika á að skoða landakort, á einhverju formi. Facebook getur til að mynda, sýnt hvar fyrirtæki eða einstaklingar eru til húsa – og þá er auðvelt að skoða næsta nágrenni.
Það kemur svolítið á óvart – e.t.v. vegna þess að maður hefur ekki pælt svo mikið í því – að komast að því að það getur verið mikill munur á því hvernig kortin eru.
Ritstjóri var að fá ábendingu um að ef kort yfir Fljótavík er skoðað á Snapchat, sést svo sem ekki margt, við fyrstu sýn, en ef “farið er nær” birtast punktalínur sem sýna gönguslóða og meira að segja sést algengasta vaðslóð milli Tungulands og Langaness. Sumarhúsin Atlastaðamegin eru merkt með nafni.
Forvitnilegt væri að komast að því, hvernig þessar merkingar hafa komið til. Er einhver “okkar” sem getur upplýst um það ?