Aftur….. og meira að segja …. meira !

Í afreksíþróttum er mikilvægt að vera með keppnisskap, ef ná á árangri og bæta met. Nýlega sló Erna Sóley Gunnarsdóttir eigin Íslandsmet (ath.fleirtala) í kúluvarpi á móti í Bandaríkjunum. Erna er langömmubarn Þórunnar Vernharðsdóttur á Skjaldabreiðu í Fljóti. Við fögnum þeim metum.

En við fögnum ekki öllum metum, þó það sé e.t.v. vert að reyna að halda þeim til haga. 9.janúar 2019 var sett vindhraðamet vetrarins, fram að þeim degi, í vindkviðu sem mældist 50,1 metri á sekúndu á Straunmesvita .

Nú er það met fallið, því 27.mars 2019 mældist vindhraði 52,2 m/sek í kviðu, um kl. 16:30. Það gerir tæplega 188 Km á klukkustund. Ég veit, því miður , ekki hver stefna vindsins var.

Eins og áður – vonum við að ekkert hafi farið úrskeiðis í Fljóti.

Hvar ætti refurinn að vera?

Í barnabók sem kom út á síðasta ári, dirfðist höfundur að kalla hjúkrunarfræðing því hræðilega heiti hjúkrunarKONA! Góða fólkið í kommentakerfum landsins fór alveg á hliðina. Helst átti að innkalla upplag bókarinnar – hjúkrunarfræðingur er jú lögverndað starfsheiti og gildir um alla menn – óháð kyni..

Refurinn, þetta fallega dýr, sást fyrir rúmu ári við Costco í Garðabæ. Það kostaði stríðsfyrirsögn – enda eiga allir refir að vita að þeir eiga bara að vera krúttlegir og sætir, ….. sem lengst frá höfuðborgarsvæði landsins.

Og það þarf að byrja snemma að ala ungviðið upp í rétttrúarhugsunum..:

http://www.bokmos.is/forsida/vidburdir/nanar-um-vidburd/2019/03/19/Sogustund-Rebbi-er-svangur-thridudaginn-19.mars-kl.16.45/

Hvað á svangur refur að gera? Matarkistan “úti á landi” stækkar ekki í hlutfalli við fjölgun refa. Það á reyndar við um öll dýr sem lifa á öðrum dýrum. Eigum við að reyna að þjálfa hvali í að borða alls ekki loðnu?

Fundargerð “Skipulags- og mannvirkjanefndar” Ísafjarðarbæjar. – 516. fundur

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í skipulög, sem ákveðið hefur verið að eigi að gilda frá upphafstíma að lokatíma. Fyrir lokatíma fer í gang vinna við nýtt skipulag – og það er þar sem ekki má kasta til hendinni – það er þar sem hagsmunaaðilar þurfa að einhenda sér í að standa með sínum hagsmunum.

framhald

Of lítið – hæfilegt – of mikið

Ég dunda mér við að skoða eitt og annað á netinu. Áhugasviðið tengist óneitanlega mörgu – dreifist – en eitt er friðland Hornstranda, sérstaklega Fljótavík.

Ég hef rambað á eitt og annað sem mér finnst merkilegt – en það er ábyggilega annað eins sem ég hef ekki fundið enn.

framhald hér
EnglishUSA