Saga af Friðriki Geirmundssyni

Ný síða gerð 27.jan 2020

Í Morgunblaðinu þann 26.júlí 1960 er viðtal við Bjarna Guðmundsson .

Hann var verkstjóri hjá Togaraafgreiðslunni á Ísafirði. Þetta er skemmtileg grein og þar er farið víða. Undir lokin er komið inn á hversu rammir af afli Hornstrendingar voru og hversu hratt og víða þeir gátu farið á skíðum. Frásög sem tengist Fljótavík,  er svona:

Þá létu menn sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verzlunin var á Hesteyri, útibú frá Ásgeirsverzlun á ísafirði og þeir komu þangað alla leið frá Horni, 10 tíma ferð og báru 100 pund af vörum á bakinu heim aftur. Stundum komu þeir í hópum, 7—8 saman og fóru geyst á skíðunum. Þetta voru- menn, sem bjuggu fyrir vestan í þá daga. Þeir höfðu einn poka á bakinu og tvo að auki sinn á hvorri öxl og súrruðu þá fasta með snærisspotta. 

Unga fólkið í dag á víst sínar hetjur. Okkar hetjur voru ekki í kvikmyndum og þær voru ekki einu sinni útlenzkar.

Friðrik Geirmundsson

Mín hetja var sterkasti maður á Vestfjörðum, Friðrik Geirmundsson

Hann átti heima í Aðalvík og Fljótavík og ég man eftir því hann kom einu sinni til Hesteyrar í vondri færð og tók 50 kg af rúgmjöli á bakið og 25 kíló af annarri vöru á aðra öxlina og þá vantaði hann eitthvað á hina. Karlarnir fengu sér oft rif úr hvölum, sem var sagað niður og notað undir sleðana fyrir járndrag.

Friðrik fékk sér nú hvalbein á hina öxlina hjá Vagni bónda á Hesteyri og með þetta fór hann í 6 tíma ferð heim í Fljótavík, og enginn sagði neitt.

Friðrik var bróðir Júlíusar Geirmundssonar

Þín ummæli eru vel þegin ....

EnglishUSA