@ Annáll ársins 2015

Bogga og Ingi komu til sumardvalar í Atlatungu, 22.júní 2015, sem var óvenju seint. Húsið var undirbúið fyrir sumarið, en fljótlega kom í ljós að mosagróður hafi lifað góðu lífi í vatnsinntakinu í Hjallanum. Eftir hreinsun komst góður þrýstingur á kerfið. Rafmagn komst í gott lag á um sólarhring og þar með kæliskápar.

Sérstökum upplýsingaskjá sem sýnir hversu mikið rafmagn er eftir í kerfinu, þegar upphitun og heitur pottur hafa fengið sitt, hefur verið komið fyrir, og reynst afbragðsvel.

Vaxandi spjaldtölvu- og snjallsímavæðing hefur leitt til þess að nú hefur rafmagnsinnstungum verið komið fyrir í herbergjum (gert 2014), og allur straumur sem fólk hefur aðgang að er nú 220 Volt, þó geymakerfið sé miðað við 48 Volt.

Á löngum stundum er of mikið rafmagn í kerfinu. Þá er afgangsrafmagnið nýtt til þess að hita upp kalt vatn í sérstökum kút sem komið er fyrir undir verönd. Á þessu ári þurfti að umhugsa það hvernig best væri að einangra kútinn, og er því lokið.

Gestagangur á árinu var óvenju lítill, og skrifast það að miklu á ótíð í veðri.

Gengið var frá húsinu og það yfirgefið fyrir veturinn 2.september og þá fóru Bogga og Ingi til Ísafjarðar.

 

EnglishUSA