Hér sit ég undir kvöld, í októberbyrjun árið 2013, í um 30 gráðu hita í skugga – Guð forði mér frá því að giska á hitann í sólarljósi, hvað þá á einhverju svörtu….. – og reyni að smá mjaka því áfram – að færa gömlu heimasíðuna yfir á nýtt form.
Ég er loks farinn að skilja þetta – svona aðeins – og kanski verður þetta bara í lagi fyrir rest. Alla vega ætti að vera á hreinu um “alla framtíð” að þó tölvan mín eða einhvers annars sem nú kann að taka við af mér – hrynji – ætti að vera til afrit einhvers staðar ….. sem hægt verði að komast í til að halda síðunni gangandi,
Ég er sjálfur úti í heimi… Boca Raton, Florida – sem er á austurströnd skagans, tiltölulega sunnarlega. Það tekur um klukkustund að keyra eftir hraðbrautunum til Miami og um þrjár og hálfa klukkustund að keyra til Sanford flugvallar, sem er laust fyrir norð-austan Orlando.
Sólarkveðjur frá Florida.
Þetta var svo tilraun til að skrifa blogg.
Ásgeir
Þetta lítur bara vel út, frábært!