2.jan 2015

Nú árið 2014 er liðið í aldanna skaut

Þá eru áramótin liðin og styttist í þrettándann. Áramót eru viðmið í mörgu – árið sem var að líða er gert upp. Hvað mig varðar – ritstjórann – er nærtækt að líta yfir vegferð heimasíðunnar.

Ég held að ég geti ekki verið annað en ánægður með flest sem mér hefur orðið ágengt með. Upplýsingum hefur fjölgað á síðunni, ég er loksins kominn í gang með að koma myndum inn, og ég reyni að vera bjartsýnn á að fá meiri umræður í gang. Eigum við ekki að halda okkur við orðatiltækið “góðir hlutir gerast hægt” ?

Á móti kemur að Continue reading “2.jan 2015”

19.des. 2014

Það líður að jólum.

Það hlaut að koma að því. Nú sæki ég bloggið frá því fyrir jól í fyrra og set, með breytingum inn aftur :

Þeim fer fækkandi sem hafa lifað jól í Fljótavík. Fyrir okkur sem ekki vitum – væri fróðlegt að fá eitthvað að heyra og/eða lesa um jólaundirbúning og sjálft jólahaldið í Fljótavík, og þá væri nærtækast að horfa á jólin 1945. Continue reading “19.des. 2014”

Er líða fer að jólum ……..

Tíminn líður – það líður að jólum.

Þeim fer fækkandi sem hafa lifað jól í Fljótavík. Fyrir okkur sem ekki vitum – væri fróðlegt að fá eitthvað að heyra og/eða lesa um jólaundirbúning og sjálft jólahaldið í Fljótavík, og þá væri nærtækast að horfa á jólin 1945. Seinni heimstyrjöldin nýbúin – mörg af börnunum sem slitu barnsskónum í víkinni farin á vit sinna ævintýra. Vafalaust hugsuðu margir heim og öfugt – margir hugsuðu til þeirra sem voru farnir. En hvergin gerðu menn sér dagamun?

Börn sem eru svona 12-20 ára í dag, með ættir til Fljótavíkur, og með ömmu eða afa sem fellur undir þetta……..: Þetta er tilvalið ritgerðarefni – og upplagt til að taka viðtöl og skrá niður. Um leið myndi nást miklu næmara samband við ættarhöfðingjana.

….. og svo vil ég að sjálfsögðu fá svona ritgerðir til birtingar – það bara segir sig sjálft!

Ásgeir  asgeirsson54@gmail.com

Þetta er náttúrulega bilun……

Hér sit ég undir kvöld, í októberbyrjun árið 2013, í um 30 gráðu hita í skugga – Guð forði mér frá því að giska á hitann í sólarljósi,  hvað þá á einhverju svörtu….. – og reyni að smá mjaka því áfram – að færa gömlu heimasíðuna yfir á nýtt form.

Ég er loks farinn að skilja þetta –  svona aðeins – og kanski verður þetta bara í lagi fyrir rest. Alla vega ætti að vera á hreinu um “alla framtíð” að þó tölvan mín eða einhvers annars sem nú kann að taka við af mér – hrynji – ætti að vera til afrit einhvers staðar ….. sem hægt verði að komast í til að halda síðunni gangandi,

Ég er sjálfur úti í heimi… Boca Raton, Florida – sem er á austurströnd skagans, tiltölulega sunnarlega. Það tekur um klukkustund að keyra eftir hraðbrautunum til Miami og um þrjár og hálfa klukkustund að keyra til Sanford flugvallar, sem er laust fyrir norð-austan Orlando.

Sólarkveðjur frá Florida.

Þetta var svo tilraun til að skrifa blogg.

Ásgeir

EnglishUSA