Óbyggðarnefnd! – Ferlið hafið ………

Útgefið 22. feb. 2020 Ásgeir

Óbyggðanefnd hefur hafið yfirreið í Ísafjarðarsýslum. Friðland Hornstranda fylgir þar með.

Nefndin hefur tilkynnt fjármála- og efnahagsmálaráðherra að svæði 10B hafi verið tekið til meðferðar. Ráðherra er gefinn frestur til 2.mars 2020 til að láta vita hvað ráðamenn vilja telja sem þjóðlendu.

Kröfur verða síðan kynntar þeim sem teljast eigendur svæðisins Gefinn verður frestur til að lýsa sjónarmiðum og kröfum eigenda.

Þegar allir kröfufrestir eru liðnir rannsakar Óbyggðanefnd málin og felur Þjóðskjalasafni að leita í heimildum. Að öllu þessu loknu, úrskurðar nefndin.

Fyrirsvarsmaður ?

Eins og margoft hefur komið fram á þessari heimasíðu, er mikilvægt að eigendur hafi allt sitt á þurru. Þá er líka mikilvægt að fyrirsvarsmenn jarða í dreifðri eignaraðild hafi verið skráðir hjá sýslumanni. Fyrirsvarsmaður er skráður fyrir jörðina Atlastaði í Fljóti. Málið er einfalt hvað Glúmsstaði og Tungu varðar.

En hvað með Geirmundastaði /Skjaldabreiðu. Er fyrirsvarsmaður skráður hjá sýslumanni. Bent skal á “Lög um landamerki o.fl.

Ég veit, að margir sem tengjast öðrum víkum og eignum í friðlandinu, líta inn á þennan vef….. svo – eruð þið með allt á hreinu?

Þetta er farið í gang.

Óbyggðanefnd skríður nær… og nær… og nær ….

Þetta “blogg” er ekki það fyrsta, þar sem ég bendi á að það styttist í að , Óbyggðanefnd taki friðland Hornstranda til meðferðar. Með því að “klikka” á orðið “Óbyggðanefnd” hér fyrir neðan (ATH – kemur aðeins fram ef farið er inn í bloggið með því að velja yfirskriftina) , má sjá eitthvað af fyrri bloggum, auk þess sem þetta tengist umfjöllun um það þegar þingmaður vestfirðinga reyndi að stofna þjóðgarð á Hornströndum.  

Nú hefur ríkið lýst kröfum í stórt svæði í kring um Drangajökul – og í sjálfan jökulinn. 

Óbyggðanefnd
Mynd af forsíðu Óbyggðanefndar frá 24.okt. 2018

Gefinn er frestur til að veita andsvör – og þá þarf að draga upp pappíra sem sanna að einhver eigi landareign innan þess svæði sem ríkið gerir kröfu til. Ef engin skjöl eru til – úrskurðar Óbyggðanefnd svæði sem þjóðareign, og þá er aðeins dómstólaleiðin fær. 

Landarmerkjum Atlastaðalands er vel lýst og þinglýsingarskjalið ætti að liggja hjá yfirvöldum. En – eru allir landeigendur tilbúnir í þennan slag?

bb.is vakti athygli á kröfum ríkisins, 24.okt. 2018

Ásgeir 

EnglishUSA