Uppfært 7 .jan 2020
“V” : Þetta tákn er hægra megin við flest flipaheiti. Ef bendill er færður yfir nafnið og/eða táknið “V”, opnast fellilisti yfir síður sem settar eru á bak við flipann. Færið bendil á það þafn sem þið viljið skoða og smellið.
Blogg : Þessi flipi hegðar sér öðruvísi en aðrir. Þar safnast pistlar, nýlegar fréttir, myndir, eða bara hvað sem er. Í hvert sinn sem eitthvað er birt færirst allt annað niður um “eitt sæti”. Síðustu 3 færslur sjást en allar aðrar eru þarna neðar. Til að nálgast þær skal :
- Fara neðst á síðuna og velja tölurnar. 1 sýnir núverandi 3 efstu blogg – en hækkandi tölur sína eldri blogg í birtingarröð. Þegar þetta er skrifað, eru síðurnar 40 – og bloggin því (3*40)eða 120
- Önnur leið til að skoða gömul blogg, væri að fara í leitaglugga sem sýnir “Algengustu stikkorð” – og velja eitthvað þar, og þá birtast blogg sem tengjast stikkorðinu.
- Þriðji möguleikinn er að fara beint í orðaleit.
Í fellistikunni undir “Blogg” eru upplýsingasíður – eins og þessi sem þú ert að skoða.
Tímalína Þessi síða er “endalaus” – í þeirri meiningu að henni er á engan hátt skipt upp og því getur þurft að skruna langt niður til að finna eitthvað sem þið leitið að. En til að auðvelda leit, má (í PC tölvu) velja Ctrl -F. Prufið sem dæmi að gera þetta og leita að árinu 1550 .